Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1949, Síða 14

Sameiningin - 01.04.1949, Síða 14
60 SAMEININGIN vini sína að fara með sér í þessa hættu för. Prinzinn hafði verið hávðer um það að enginn kristinn maður skyldi stíga fæti inn í sína borg, en samt sem áður var henni ráðlagt af Breska höfuðsmanninum að hún skyldi fara, og persónu- lega flytja erindið. Svo hún lagði á stað ákveðin í því að taka því sem að höndum bæri. Er þessi Indverski höfðingi frétti um væntanlega gesti sendi hann til móts við þau fríða móttöku sveit, voru þar 24 hestar glæsilegar ríkis kerrur með ríðandi fylgdar og varnar liði, var gestunum vísað til veglegrar hallar, sem notuð var fyrir tigna gesti. Áttu þau þar hinum glæsilegustu viðtökum að fagna. Daginn eftir var þeim veitt leyfi að bera fram erindi sitt og var þeim veitt móttaka í höllinni með mikilli viðhöfn, eftir að kveðjur voru fram bornar á viðeigandi hátt og kurteysisreglum framfylgt, gaf æðsti ráðherra til kynna að erindið skyldi borið upp. Dr. Thomas sá sem orð hafði fvrir gestunum gat aðeins lauslega skýrt frá í hvaða tilgangi þau óskuðu að kaupa þennan land blett, er prinzinn greip fram í brosandi og með yndisþokka og sagði: “Takið það, takið það! Ég gef yður það með mikilli ánægju fyrir slíkt fyrir- tæki.” Á landspildu þessari voru tvö hús úr múrsteini stór og vegleg, tveir brunnar voru þar snotrir garðar með trjám og blómum. — Þegar trúboðarnir komu heim aftur var gleði í hjarta þeirra huga og sinni, sneru þau til Guðs með þakklæti í hug fyrir þennan mikla sigur fyrir málefni þeirra. Eftir 5 ára starf á Indlandi hvarf Dr. Swain heim til Banda- ríkjanna sökum heilsu brests, eftir fjögur ár var hún búin §ð ná svo góðri heilsu aftur að hún treysti sér til að taka við starfinu aftur sem hjarta hennar var kærast. í fjarveru hennar hafði því verið haldið áfram með góðum árangri. Þessi auðmjúka og merkilega kona átti nú fyrir hendi merkilegt æfintýri, sem varð henni mikill styrkur í starfi hennar. Svo bar við ári eftir að hún kom til Indlands aftur, heim- sótti hana einkaritari æðsta valdmannsins (Rajah) í Khetri. og mæltist til bess að hún gæfi kost á því að koma og stunda Valdmanns frúna sem sjúk var ef hún væri kölluð. Mánuði seinna var hún kölluð með hraðskeyti. Var hún flutt á ríkis-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.