Sameiningin - 01.04.1949, Síða 17
SAMEININGIN
63
frumkirkjan. Fjarst í baksýn gægist fram tómið mikla og
myrka og yfir því máttarorð Guðs: Verði! Síðan koma
þeir hver á fætur öðrum: Abraham á leið til hins fyrir-
heitna lands, Jakob, horfandi á himnastigann í Betel, Jósef,
seldur mansali til Egiptalands. Þar sést eldstólpinn og skýið,
fyrirmyndan Krists og leiðsagnar hans út úr þrældómshús-
inu. Þar leiftra eldingarnar um Sinai. Síðan kemur öll þessi
örglögþrungna saga, sagan um ögun og uppfóstran þessar-
ar þjóðar, sem Messías skyldi fæðast af. Þar ber mest á
spámönnunum. Allir benda þeir til Krists og frá þeim öllum
falla ljósbrot yfir mynd hans. Þannig lykst G. t. um Krist
eins og lifandi umgjörð og bakgrunnur. Það gefur ekki
aðeins hugmynd um þann heim, sem hann fæddist til, held-
ur líka skuggann af honum sjálfum, já, útlínur sjálfrar
myndar hans. G. t. er líkt málverki þar sem sjálfa hina
miklu meginmynd vantar enn. í miðið er aðeins stór eyða
sem sýnir ummörk Mannssonarins og kirkju hans. N. t. fyllir
þessa eyðu. — Þessi líking getur e. t. v. hjálpað til að skilja,
hvers vegna G. t. er ómissandi og raunverulegur boðskapur
frá Guði sjálfum, enda þótt það sé ekki sambærilegt við
N. t. Það er munur á bakgrunni og myndinni sjálfri. Þetta
getur líka hjálpað til að skýra þau torskildu atriði, sem fyrir
verða. Ef rýnt er í málverk með stækkunargleri, kemur í
ljós, að enginn pensildráttur er nákvæm samsvörun veru-
leikans. Ekki eitt hár, felling eða hrukka er dregin af ná-
kvæmni ljósmyndarinnar. Og samt er ekki að efa, að mynd,
sem er máluð af listamanni, er miklu auðugri og sannari en
ljósmynd getur nokkru sinni orðið. Listamaðurinn túlkar
persónueinkenni og meginatriði. Hann handsamar í einni
mynd það, sem kemur fram við ólíkustu tækifæri eða hylst
bak við hversdagssvip mannsins. Þannig gerir listamaður
margfalt raunhæfari, ljósari og sannari mynd en mögulegt
er með hinni fullkomnustu ljósmyndun.
Sama máli gegnir raunar um frásögn í orðum. Sá, sem
sögu segir, er líka listamaður, þótt hann noti orð en ekki
liti. Þegar lýst er einhverju, sem hefur borið við, hentar
ekki alltént að týna allt til. Það verður að velja og hafna.
í því er einmitt listin fólkin að ná því, sem máli skiptir,
taka meginatriði og einkennisdrætti og skipa efninu þann-
ig, að úr verði mynd, sem sé bæði lifand og sönn. Og sönn