Sameiningin - 01.06.1936, Page 5
95
okkur hefir tekist að rækja gamlar og góðar skyldur, alþektar
og marg-viðurkendar; en geipa aftur minna, ef til vill, um
hugsæ efni og þokukend, eins og sigurdraumana um ný ráð
og nýjar dáðir, sem eiga að rætast — á morgun. Það er ein-
hvers konar heilnæmiskraftur í sannleikanum, segja menn,
þegar hann er sagður upphátt í fullri hjartans alvöru. Og í
þessum efnum ætti hreinskilin játning að vera heilsusamleg,
ekki aðeins fyrir sál einstaklingsins, heldur fyrir mannfélag-
ið í heild sinni. Eða svo finst mér.
Til þess þá í það minsta rétt einu sinni að láta breytni
fylgja kenningu, vil eg koma hér með nokkur atriði úr eig-
inni reynslu minni. Ljós dæmi, sem hitta naglann beint á
höfuðið, eru að minni hyggju betri til varnaðar og leiðrétt-
ingar, heldur en háfleygt og reikandi fimbulfamb eða sniðug-
ustu röksemdir. Bið eg þá lesandann að fylgjast með mér
og skoða sjálfan sig eins og krafinn reikningsskapar í hverju
atriði, og hugsa sér, ekki hvað hann mundi hafa gjört, heldur
hvað hann hefði átt að gjöra.
Fijrsta dæmi. í stórbæ í Suðurríkjunum, þar sem eg
áður fékst við líknarstarf, vissi mannkærleikurinn ekki af
Ieiðari hjúum, heldur en sjúkum og visnum lasarusi nokkr-
um og konu hans, kerlingar-norn, sem ók honum fram og
aftur um strætin í gömlum stólvagni. Manntetrið var bók-
staflega kaunum hlaðinn frá hvirfli til ilja. óhreinar l'ata-
druslur héngu utan á þeim báðum, ataðar í tóbakslegi og
matardrefjum. Þau höfðust við í fúlum, kámugum loft-
klefa, í leiguhúss-skrifli, á þriðja stræti frá “mesta sölutorgi
heimsins.”
Einu sinni rakst eg á þessi hjú, þegar Magga var að losa
bóndaflikkið úr stólreiðinni, og átti eftir að bisa honum upp
i gegnum dimman stigagang upp í óþrifabælið þeirra. Eg
kastaði ekki á þau kveðju — systkini mín — en tuttugu og
fimm centum slepti eg í krummu kerlingar og hafði mig á
burt. En kirkjualin samvizkan lét mig ekki í friði; eg mátti
til að “gjöra skyldu mína.” Eg fór til þeirra aftur og spurði í
mjúkum lítillætisróm: “Get eg nokkuð hjálpað? Hafið þið
nóg að borða? Þurfið þið meðul?” En svarið kom mér á
óvart. “Nei, við þurfum ekki neitt,” rumdi snúðugt í kerling-
unni. “Bara hjálpaðu mér til að koma þessu”—svo sem
hún kvað á — “karl-óféti upp þennan stiga!”
Ekki nema það þó! Að taka nýþvegnum lófum í óhreina,
sveituga handarkrika, og tosa þessu kaunuga flikki upp í
krubbuna hans — það var alt og sumt. Opnar skrámur,