Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 4
2 Styrjaldirnar á síðasta ári, ásamt því næsta þar á undan, eru skilgetin afkvæmi veraldarstríðsins. Siðferðisbönd sumra þjóðanna hafa slitnað. Réttur bolmagnsins hefir þar verið eini rétturinn. Blóð hefir streymt á jörðina. Aragrúi manna hefir barist á vígvelli. Fjöldi hinna reisulegustu bygginga hefir hrunið til grunns fyrir sprengivélum nútímans. Heimurinn heíir séð þurð á miljónum til að bjarga hinum hungruðu; en engin hindrun er á því að fá biljónir annaðhvort til að verja sig fyrir grimmum féndum eða þá til að drepa og tortíma. Menn segja að þjóðunum sumum liggi lifið á landrými, en hvernig fá þær landrými í þéttbýlustu löndum heimsins? Þær geta það aðeins með því að drepa alla, eða flesta, sem þar eru fyrir. Þetta er þó ekki heildannynd af mannkyninu. Þetta er aðeins brot. Bæði íslendingar á ættjörðinni og Vestur-fslend- ingar hafa, af sjálfum sér, alt aðra sögu að segja. í heild hafa þeir við frið og farsæld að búa og njóta réttlætis og kær- leika. Ófullkomið er þetta eins og alt mannlegt, en þessi at- riði lýsa réll tilgangi þess brots mannkynsins, sem vér erum nokkur hluti af. f þeim flokki má telja Brezka ríkið, Bandaríkin, Holland, Svissland og ekki sízt skandinavisku löndin, að meðtöldu íslandi og Finnlandi. Sumir telja að Svíþjóð hafi beztu stjórnartilhögun í heimi. Um það skal auðvitað ekkert hér dæmt. í Canada er enn tilfinnanlegur atvinnuskortur; en það er ekki fyrir það að stjórnin eða þjóðin vilji harm nokkurs manns. Skiftar skoðanir eru um það, hvernig helzt verði bætt úr þessu, en flestir munu hafa einlægan vilja á því að gjöra alt sem í þeirra valdi stendur, til að ráða bót á erfið- leikunum. Meiri hluti fólks er að leitast við að vita vilja Guðs og gjöra hann. f því efni megum vér vel segja: “hlutur féll oss á yndislegum stað.” Þótt margt sé að, höfum vér ótvíræða ástæðu til að færa Guði þakkir fyrir umhverfi vort. Vér höfum allir verk að vinna: dagleg störf lil að sinna, Drottins boð til að hlýða, einhvern til að hugga, kirkju Jesú Krists að styðja, náunga til að bjarga, ráð í vandræðum, sem þarf að finna, efla trúboð nær og fjær, vera samferða mönn- unum góðir. Að fyrir framan oss er þessi dýrð köllunar vorr- ar og tækifæra, er þakkarefni. Horfum þá glaðir fram á alt. Rétt í svip dettur mér ekki í hug neitt, sem betur á við ára- mótin en það, sem Páll postuli segir í Fil. 4:4-7: “Verið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.