Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 17
Eg fann til dálítilla vonbrigða og sagði með löngunar-
rödd: “Þú sagðir að hluturinn væri verðmætur; eg á bækur.”
Amma rétti sig yfir mig með kossi og fékk mér böggul-
inn. “Bók þessi,” mælti hún þýðlega, “er ólík öllum öðrum
bókum í veröldinni; hún inniheldur yndislegar og furðan-
legar frásagnir. Bókin geymir spjalda á milli þá merkileg-
ustu sögu og fegurstu ljóð, sem nokkurn tíma hafa verið
skráð. Hún er lykill að því, sem liðið er, og að því sein bíður
fram undan. Eg hefir gefið þér í dag, elsku Margrét mín,
fyrstu Biblíuna þína. Þér verður ekki um megn að kornast
fram úr orðunum. Nú vil eg að þú lesir í Biblíunni þinni,
trúir orðunum og fylgir grandgæfilega því, sem hún kennir.”
Eg tók við bókinni, full af viðkvæmni og lotningu, og tók
af henni umbúðirnar; hún var bundin í svart leðurband,
kápan skreytt með rauðlitum viðarrósum.
“Biblía þessi var mér færð frá landinu helga,” sagði
amma mín,” þar sem að Kristur, frelsari mannanna er fædd-
ur. Viðarrósirnar á kápunni eru skornar úr olíuviðartrjám,
sem vaxa í aldingarðinum Getsemane, þar sem að Kristur
baðst fyrir kvöldið áður en hann var krossfestur.”
Eg hlýddi með athygli á orð ömmu; rödd hennar líktist
kirkjulegum sönghljóm. Eg sagði með hrifningu: “Eg skal
aldrei farga þessari Biblíu! Skrifaðu eitthvað í hana l'yrir
mig.”
Amma tók pennann og skrifaði: “Mér var færð Biblía
þessi frá Jerúsalem. Eg hefi gefið hana barnabarni mínu
og nöfnu Margréti Elísabetu Sangster, og vona eg að hún lesi
í henni og láti sér þykja vænt um hana til daganna enda.—
Margrét Elísabet Sangster.”
Amma mín er dáin fyrir mörgum árum. Eg var þá fyrir
innan tvítugt, en Biblían, sem hún gaf mér — fyrsta Biblían
mín — liggur fyrir framan mig á skrifborðinu mínu þegar eg
er að skrifa þessar endurminningar. Hún er að útliti jafn
prýðileg og hún var, þegar mér var gefin hún fyrir tuttugu
og fimrn árum. Eg ætti líka að taka það fram, að hin innri
fegurð bókarinnar er að öllu leyti óbreytt, því reyndar eru
slitmerki á kápuröðunum og fingraför á blaðsíðum, sem hafa
komið á þær á alvarlegum augnablikum, og þar eru líka merki
um tár. —
“Eg vona að hún láti sér þykja vænt um hana.”
Það er einmitt þetta, sem eg hefi gert. Eg hefi leitað
mér huggunar í Biblíunni minni, þegar eg átti samleið með