Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 10
8
Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur og prófessor Masbech frá
Kaupmannahöfn.
Mátti svo virðast, að bæði rétti háskólans og íslenzltrar
kirkju mundi borgið í höndum þessara manna. Þeir gáfu
þann samhljóða úrskurð, að séra Björn Magnússon hefði
gert verkefni prófsins bezt skil og mæltu með, að honum væri
veitt embættið. Var þetta í marz-mánuði síðastl. vetur. Tók
kirkjumálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, til greina bend-
ingu dómnefndar og skipaði séra Björn Magnússon í embætt-
ið til bráðabirgðar, og töldu nú allir, að það væri formsatriði
en eklci annað, að fullnaðarveiting kæmi á eftir. Séra Björn
slepti brauði sínu, flutti til Reykjavíkur og tók til starfs við
háskólann.
En í stað þess að formleg veiting embættisins ivlgdi á
eftir, samkvæmt meðmælum dómnefndar, kemur það á dag-
inn, að kirkjumálaráðherrann veitir séra Sigurði Einarssyni
embættið snemma á þessum vetri. Kemur frá honum löng
greinargerð fyrir þessu tiltæki, sem ekki verður farið lit í hér
að öðru leyti en því, að nefna aðalvörn ráðherrans. í stað
þess að láta sér nægja úrskurðinn sem gerður var í Revkjavík,
leitar hann lil sænsks háskólakennara til að gera yfirmat á
verki nefndarinnar. Eftir hans dómi er svo farið og embættið
veitt séra Sigurði Einarssyni.
Það er aukaatriði í sjálfu sér að ritverk séra Sigurðar
hafa eflaust vakið hjá mörgum vantrú á honum sem guð-
fræðikennara og óhlutdrægum vísindamanni, en hitt er aðal-
atriði, að hér hefir einn maður — kirkjumálaráðherrann
tekið sér vald Lil þess að setja mann í mikilvægt embætti há-
skólans og kirkjunnar, þvert á móti ráðum hæfustu manna
þeirra stofnana að viðbættum dönskum háskólakennara, er
til þess voru kvaddir að dæma um hæfileika umsækjenda. Sé
þetta löguin samkvæmt, og annað hefir ekki heyrst, þurfa
bæði íslenzka kirkjan og háskólinn, að sæta þeim kjörum frá
ríkisins hálfu, sem eru lítt viðunandi. Ber þetta fremur keim
af nazisma en íslenzku lýðræði. Er litt skiljanlegt, að nokk-
ur ábirgðarfullur ráðherra skuli láta annað eins eftir sig
liggja. Mikið má vera ef þetta hefir ekki misboðið svo allri
sanngirni og réttsýni, að þjóðin og kirkjan ekki sætti sig við
að taka slíku framvegis með jafnaðargeði. Færi svo, getur
óheppilegt atvik haft heillavænlegar afleiðingar.
K. K. ó.