Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 5
3 ávalt glaðir vegna samfélagsins við Drottin; eg segi aftur, verið glaðir. Ljúflyndi verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og heiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsauir yðar í sam- félaginu við Krist Jesúm. “I Jesú nafni áfram enn með ári nýju, kristnir menn.” R. M Silfur og gull á eg ekki, en J>að sem eg hefi, það gef eg þér, sagði Pétur forðum. Og sú reynsla hefir endurtekið sig margsinnis í sögu kristninnar, áð beztu gjafirnar komu frá mönnum, sem áttu lítil sem engin efni. Svo var um stórræði sem bláfátækur unglingur réðist í l'yrir nokkrum árum, til hjálpar örsnauðum svertingjalýð suður í “bómullarbelti” Bandaríkjanna. Merkir menn hafa komið í hópum úr öllum áttum til að skoða afreksVerk þessa ungmennis, — barna- kennarar, háskólamenn, Iíknarfrömuðir, prestar, bókaverðir, rithöfundar, blaðamenn. Þeir hafa lokið á hann miklu lofs- orði, samið um hann ritgjörðir, líkt honum við stórgjöfula mannvini eins og Julius Rosenwald þótt þar sá ekki líku saman að jafna, því að Rosenwald er stórauðugur, en þessi unglingur í South Carolina er eignalaus og vinnur löng dags- verk fyrir lágu kaupi. Hann heitir Willie Lee Buffington, af fátæku fólki kom- inn, guðhræddu, i ríkinu South Carolina. Þegar móðir hans dó, var honum komið fyrir tvævetrum hjá ömmu sinni, sem var trúuð kona, þaul-lesin í ritningunni. Hún sagði honum um drenginn Samuel, sem heyrði rödd Drottins í náttmyrkr- inu; um drenginn Davíð, sem feldi risann með slöngusteini; og svo auðvitað um smádrenginn ónefnda sem hjálpaði meist- aranum til að rnetta mannfjöldann, — með því að leggja til fimm brauðin og fiskana tvo. Og' hann hefir aklrei gleymt, hvernig hún skýrði fyrir honum þessar dásemdir. “Það verð- ur mikið úr hverju lítilræði, sem Guð blessar, drengur minn,” sagði hún. “Þú þarft ekki annað en að fá honum það í hönd. Hann gjörir kraftaverkið.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.