Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 12
10 handanna jólanóttina, hefði með ljósinu og dýrð þess verið mintur á Jesú og fæðing hans, þá hefði hann komist nær mér. Ljósið hefði talað við mig um hann. Og hann hefði talað við mig, barnið, í Ijósinu. Ljósið hefði orðið mér þá ennþá miklu meira virði. En þrátt fyrir þennan skort, þá var jólanóttin mér helg nótt og fæingarnótt Jesú, frelsarans; því guspjallasagan um fæðing hans sagði mér það. Hún var mér dýrleg eins og hún hlýtur að vera hverju barni, sem heyrir hana. Og hún er dýrleg, guðdómlega dijrleg, og verður það hverjum manni, sem ekki er blindaður af vantrúar- kreddu sinni. Auk fæðingarsögu frelsarans þá var það sálmasöngur- inn, sem gerði jólanóttina hátíðlega og helga. Eg söng með. Við vorum öll börnin látin syngja með. Við vorum vanin á það undir eins og við gátum. Eg býst við að af því stafi meðfram, hve illa það kemur við mig að sjá t’ólk við messu sálmabókarlaust og glápa þegjandi á söngflokkinn. Af jóla- sálmunum var sálmurinn Heims um ból ávalt sunginn. Hygg eg að lagið hafi einkanlega snortið mig og fyrstu línur sálms- ins; því sálmurinn, þóft börnum sé kendur bann, er fjarri því að vera barnasálmur. Sálmurinn þýzki (Stille Nacht, þýð. ensk: Holy Night eða Silent Night) sein með laginu mun hafa komið Sveinbirni Egilssyni til að yrkja sálminn, er miklu meira við hæfi barna. En það var á jólakertið sem eg vildi minnast.; ekki um uppruna siðsins; hefi ekki grenslast eftir því. Um táknmynd þess vildi eg segja nokkur orð. Og á hana hefi eg þegar minst. En það er önnur hlið líka á henni. Og um hana vil eg láta Guðmund heitinn skáld Guðmundsson tala. Hefi eg engan séð eða heyrt betur mæla. Það er í jólaljóðum sínum að hann syngur um jólakertið. Hann er að heiman. Og það er á jólum. Hann fer í kirkju. Þar segir hann: “Eg er fremst við dyr i forkirkju seztur. -----Eg er gestur, gestur.” En svo hverfur hugurinn til liðins tíma og nemur staðar á jólunum heima, þegar hann var lítill drengur heima hjá pabba sínum og mömmu. Hann sér jólakertin og pabba sinn kveikja á þeim. Hann finnur hvernig pabbi klappar á kollinn hans og kyssir drenginn sinn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.