Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 16
14
þar að árið 1930, næsta ár tíu þúsundir, þá tuttugu og fimm
þúsund, en sextíu og tvær þúsundir árið 1935. Skýrslur frá
síðasta ári hafa ekki verið birtar enu, en talið er víst, að
straumurinn hafi vaxið enn, og það allmikið. Þessu Gyðinga-
flóði kunna Arabar mjög illa, sem von er, þar sem þeirra
þjóðflokkur hefir átt þar bólfestu í einar þrettán aldir. Lítil
furða, þá sambúðin gangi skrykkjótt með þeim frændalýð
austur þar.
Áhugi fyrir kirkju og kristindómi er mikið að glæðast
yfir í Norðurálfu, segir hérlendur kennimaður, dr. Dexter,
nýkominn þaðan. Kirkjusókn er betri en hún hefir verið í
einn eða fleiri mannsaldra. Þetta stafar meðfram af ofsókn-
um, sem kirlcjan hefir sætt, eða öllu heldur af því að hún
hefir haft sjálfstæði til að baka sér ofsóknir, og dug til að
þola þær án þess að gugna. Þetta virðir fólkið, og veitir boð-
skap hennar meiri eftirtekt en áður. Það er þvi alls ekki
ólíldegt að élið, sem nú gengur yfir, verði kirkju og kristin-
dómi til mikillar blessunar þegar fram líða stundir.
G. G.
Fyráta Biblían mín
Eftir Margréti E. Sangster.
(Þýtt af séra Sigurði Christopherson)
Hún amma mín bauð mér iðulega að koma til sín og
drekka hjá sér tebolla. Eitt sinn sem oftar gerði hún mér
boð. Þegar við höfðum lokið úr bollunum, sagði hún:
“Það var af vissri ástæðu, heillin mín, að eg gerði boð
eftir þér í dag; mig langaði til að við gætum verið út af fyrir
okkur um stund.”
“Ætlar þú að sneypa mig?” sagði eg.
“Nei, það ætla eg sannarlega ekki að gera,” sagði amina
mín hlæjandi. Mig langar lil að gefa þér hlut. Það er svo
verðmætur hlutur, að mig langaði til að hafa svolitla athöfn
um leið og eg afhenti þér þetta. Með því móti get eg vænzt
þess, að þér gleymist þessi stund aldrei.”
Eg sagði með eftirvæntingu: “Hvað er þetta, sem þú
ætlar að gefa mér? Hvar geymir þú það?”
Amma hló lítið eitt og dró fram skúffu í skrifborðinu
sínu, og tók þar upp þunnan böggul, vafinn í silkipappír.
“Þetta er bók, sem eg ætla að gefa þér.”