Sameiningin - 01.01.1939, Side 3
^auu'iningin.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga.
gejiff út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. % Vestrheimi
Ritstjórar'.
Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A.
Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A.
Séra Rúnólfur Marteinsson, 49 3 Lipton St., Winnipeg.
Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
54. ÁRG. WINNIPEG, JANÚAR, 1939 Nr. 1
Bowery missíónin
Fyrir mörgum árum álpaðist dauðadrukkinn sjómaður
inn í hús eitt í hinu alræmda neyðar- og spillingar-hverfi
New York borgar, sem kallað er Bowery. Maðurinn hét
John Parkinson. Hann var ekki fyr kominn inn úr dyrun-
um en hann féll á gólfið flatur og stein-sofnaði. Hefði
þetta hús verið einn af þeim daunillu gildaskálum, sem
þar eru á hverju strái, þá hefði maðurinn raknað úr rotinu
næsta morgun annað hvort í fangelsi, eða þá meiddur og
féflettur einhversstaðar undir beru loi'ti. Svo fer mörgum,
sem ætla að gjöra sér glaða kvöldstund i því sóðahverfi.
En þegar John Parkinson vaknaði, var hann undir hreinum
rekkjuvoðum i þokkalegu herbergi; og yfir honum stóð
hávaxinn maður, góðlegur á svip, og spurði hrosandi:
“Veiztu nú, piltur minn, hvar þú ert?” Það vissi hann
auðvitað ekki. “Þú ert í guðshúsi, góðurinn minn,” sagði
heimamaður. “Þú drakst þig í rot í gærkvöldi, en nú
drekkur þú aldrei framar. Þetta er Bowery missíónin,
sonur minn. Við erum hér til að hjálpa þér. Við biðjum
fvrir þér, og svo biður þú sjálfur auðvitað, og þú munt fara
héðan nýr og hetri maður.”
Sá, sem talaði var séra James W. Childs — forstöðu-
maður þessarar stofnunar frá 1880, þegar hún var sett á
laggirnar og þangað til hann dó árið 1895. — Það sem