Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1939, Page 5

Sameiningin - 01.01.1939, Page 5
3 með kaffinu, tvær brauðsneiðar með kjötflögu á milli. Eftir- sóknin eins mikil og áður; og enginn veit nema Guð einn, hve oft hefir verið þakkað af hrærðum huga fyrir þessar litlu góðgjörðir. Stofnunin var tveim árum síðar flutt í stærra og betra hús, sem áður hafði verið alræmd “sönghöll” og óreglu- stía. Húsið var endurbætt og búið nýjum húsgögnum. Þar voru svefnsalir stórir og með mörgum rekkjum, kapella, lestrarsalur og matsölustofa. Gátu þar bláfátækir menn fengið máltíð og gistingu fyrir litla borgun. Dr. Klopsch útvegaði ágætt pípuorgel í kapelluna; hafði það áður verið í bænasal Princeton háskólans. — í þessari byggingu hafði missíónin aðsetur þangað til árið 1905 að hún var flutt i annað hús ennþá stærra þar í Bowery hverfinu. Hefir hún átt það heimili síðan. Skömmu eftir að dr. Klopsch tók að sér þessa missíón fyrir hönd hlaðsins Christian Herald, þurfti hann að ráða nýjan forstöðumann. Sá sem til þess var valinn var séra John Hallimond, góðkunnur prestur og mannvinur frá Lundúnaborg. Stofnunin tók miklum framförum eftir það; undir hans umsjón hlaut hún þá frægð sem hún hefir haldið síðan. Nafntogað fólk fór að veita starfinu eftirtekt, þar á meðal Helen Gould, dóttir auðmannsins mikla. Sálma- skáldið Fanny Crosby orti þar eitt af ljóðum sínum, að sagt er. William Taft, Bandaríkjaforseti, heimsótti stofnun- ina. Frægustu söngvarar og kennimenn hafa látið þar til sín heyra; Billy Sunday heimsótti missíónina og flutti ræðu fyrir vistmönnum árið 1933, í siðasta skiftið, sem hann kom til New York. — Ráðskonan, Mrs. Bird — “Mother Bird” var hún oftast kölluð — var ráðin þangað á forstöðuárum Hallimonds. Hún varð brátt nafntoguð fyrir starf sitt á heimilinu. Séra Charles J. St. John tók við forstöðunni á eftir Hallimond og heldur enn þeim starfa. Og vinsældirnar eru enn að aukast. Ótal margar sögur mætti segja af mönnum þeim, sem missíónin hefir hjálpað, sumar átakanlegar, sumar hjart- næmar og upplyftandi. Má með sanni segja, að hver maður þar eigi sina sögu . Fæstir af þeim eru New York menn. Þeir koma alls staðar að, úr öllum ríkjum landsins og frá öllum álfum heims. Þegar sjómenn eða ferðalangar stranda félausir í New York, þá er þeim skjólið vísast þar sem missíónin er og þangað sækja þeir í stór-hópum dag-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.