Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1939, Page 6

Sameiningin - 01.01.1939, Page 6
4 Iega. Og sögur þeirra standa í nánu sambandi við sögu stofnunarinnar.— Á björtum sunnudagsmorgni sátu tveir flökkumenn á bekk í Tomkins Square, austarlega í New York. Annar var unglingur innan við tvílugt, svo kámugur og illa til fara, að varla sást á honum mannsmót, nema helzt í aug- unum, sem voru svörl og tindrandi. Hinn flækingurinn talaði til hans, en unglingurinn skildi ekki orð. Hann svaraði á þýzku: “Eg er þreyttur og hungraður.” Eldri maðurinn hvessir á hann augun, því að hann var Þjóðverji líka, og spyr: “í herrans nafni, hvaðan ertu?” Pilturinn sagði honum sögu sína í fáum orðum. Hann hafði komið til New York með nægilegt íe til að sjá fyrir sér þangað til hann fengi vinnu. En svo var því öllu stolið af honum. Hann stóð uppi húsviltur og einmana og hafði sokkið niður í borgar-vilpuna þangað til þarna var komið. Ef hann væri svangur, sagði félagi hans, þá væri þeim bezt að heimsækja Bowery missíónina og vera þar við bænir. “Móðir Bird” mundi gefa þeim bita á eftir; hún væri vön því. Þangað héldu þeir. Stór hópur af þeirra líkum, tættur og rykugur, var að troða sér inn um dyrnar. Þeir flutu með, og settust utarlega. Drengurinn 1 itaðist um; sjónin var ekki glæsileg. Inst við gaflinn var gainalt píanó —• orgelið var þá ekki komið í kapelluna. “Móðir Bird” var vön að hafa með sér stúlku til að leika sálmalögin þegar sungið var, en í þetta sinn var stúlkan ekki þar. Spurði húsmóðirin hvort enginn væri þar inni, sem gæti spilað. Þá fór um salinn kuldahlátur: Að leika á hljófæri? Þessir ræflar? Ekki nema það! — Pilturinn spurði félaga sinn hvað ylli hlátrinum, og þegar hann vissi það, spratt hann á fætur. Augun leiftruðu. “Ich kann spielen” (eg get spilað), hrópaði hann. “Hvað þá, þú getur spilað —- þú?” segir félagi hans. “Spilaðu þá, og þú þarft ekki að kvíða framtíðinni.” Pilturinn skálmaði inn eftir salnum. Frú Bird leit á hann undrandi. Hann settist við hljóðfærið og rendi óhreinum fingrum yfir nóturnar. Svo fór hann að leika, listaverk eftir Bach, Beethoven, Mendelssohn, Wagner. Eldri flækingurinn hafði þokað sér inn eftir gólfinu. “Er hann ekki snillingur?” hvíslar hann að frú Bird. “Það var eg sem kom með hann hingað. Nú skal eg vera túlkur.” Svo talar hann til unglingsins: “Þeir vilja syngja númer 21(5.” Það var uppáhalds-sálmur þar í missíóninni, Rescue

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.