Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1939, Page 9

Sameiningin - 01.01.1939, Page 9
7 komst aldrei til heilsu aí'tur; en hún bar þrautir sínar með léttum huga, af því að vonirnar höfðu ræzt. Hún sagði við manninn sinn hvað eftir annað: “Nú ertu góður maður, John!” Og lit frá þeirri hugsun sofnaði hún í friði, þegar stundin kom. John Goode varð ekki aðeins góður maður; hann varð ötull starfsmaður fyrir missíónina. Ef hann heyrði um ein- hvern sérstakan óláns-garm í óþrifabælum eða sjúkrahúsum eða fangelsum borgarinnar, einhvern, sem enginn annar gat komið neinu tauti við, ])á var hann þangað kominn og sagði manninum frá sinni reynslu. Hann varð nafnkunnur um öll austurríkin. Og þegar hann sagði sögu sína, þá gleymdi hann ekki að þakka Guði fyrir Bowery missíónina. Það er stór-merkileg saga, sem segja mætti af þessari stofnun með tölustöfum. Hún hefir árlega útvegað sjö til átta þúsund mönnum atvinnu, hjálpað hálfu þúsundi til að komast heim til sín, lagt til pappír og frímerki fyrir fimm til sex þúsund sendibréf; veitt einum áttatíu þúsundum næturgistingu, og annast fimm hundruð og tuttugu bæna- höld eða guðsþjónustur fyrir nálega hundrað og fjörutíu þúsund manns yfir árið. — í þessu, sem síðast var nefnt, liggur aðal verkið. Missíónin er trúarleg stofnun öllu öðru fremur, trúboðsstöð. Dýrmætasti árangurinn af öllu heun- ar starfi eru kristnir menn eins og John Goode, Victor Benke og John Parkinson, menn, sem hún hefir hjálpað til að finna Guð og sigrast á óvinum lífsins. (Eftir frásögnum í Christian Herald) G. G. Til kaupenda Sameiningarinnar! Með línum þessum vil eg vekja athygli kaupenda Sam- einingarinnar á því að enn eru margir sem ekki hafa greitt áskriftargjöld; vegna framtíðar mánaðarritsins er það óum- flýjanlegt, að hver einasti og einn kaupandi þess verði skuldlaus við það er næsta kirkjuþing kemur saman. Send- ið áskriítargjöld yðar nú þegar til féhirðis: MRS. B. S. BENSON 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.