Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 14
12 skipuð og yi’ir því fólki hvílir sami saknaðarþunginn — sama klökkva viðkvæmnin — sama samúðarkendin, sem þetta hryggilega slys hafði vakið í hjörtum allra íslenzkra manna og kvenna. Kisturnar fjórar standa hlið við lilið framan við gráturnar. Ástvinir, hryggir en hógværir, horfa tárvotnum augum á kistu eiginkonunnar, móðurinn- ar, dætranna og systranna, sem innan stundar verða huldar moldu, og móðirin aldurhnigna, sem þar er að fylgja sjö- unda barninu sínu af átta til grafar, er enn hugprýðin sjálf og tekur þessu síðasta aðkasti sem sannri hetju sæmir. Hún og þau vita, að þó sorgin sé þung og skilnaðurinn sár, þá lifir Guðrún og þær allar á bak við sorgar skýið, og minn- ing og mynd hennar og þeirra læsir sig í gegnum það til syrgjenda, ástvinanna — til allra íslendinga — eins og Ijós gegnum myrkur. Við minningarathöfnina í kirkjunni töluðu þrír prest- ar: séra Friðrik Hallgrímsson, séra Sigurður í Hraungerði og séra Friðrik Friðriksson í Reykjavík. Við gröfina flutti Sigurbjörn Á. Gíslason nokkur orð þrungin af viðkvæmni og trúar öryggi. Daginn eftir jarðarförina færðu umboðsmenn 17 félaga Áss-fólkinu 3,000 kr. til stofnunar á minningarsjóð um Guðrúnu Lárusdóttur. í ávarpi sem fylgdi stendur: “Herra cand. theol. Sigurhjörn Á. Gíslason, Ási. Til þess að þakka hið mikla og óeigingjarna starf konu yðar, frú Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns, í þágu menningar- og mannúðarmálefna, hafa undirrituð kvenfé- lagasambönd og önnur félög lagt fram hvert sinn skerf til minningargjafar um frú Guðrúnu.” Frú Guðrún var fædd að Valþjófsstað í Fljótsdal 8. janúar 1880. Foreldrar hennar séra Lárus Halldórsson og þá lifir Guðrún og þær allar á bak við sorgar skýið, minn- rausn, höfðingsskap og gáfur. Hún ólsl upp hjá foreldrum sínum í Reyðarfirði þar sem faðir hennar var fríkirkju- prestur í allmörg ár, en fluttist með þeim og systkinum sinum til Reykjavíkur 1899. Árið 1903 giftist hún cand. theol. Sigurbirni Ástvaldi Gislasyni. Varð þeim tíu harna auðið. Þrjú þeirra dóu ung, tvær dæturnar með móður sinni í Tungufljóti. Fimm eru á lífi, fjórir synir: Lárus, Halldór, Gisli og Friðrik, og ein dóttir, Lára Kirstín.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.