Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1939, Page 15

Sameiningin - 01.01.1939, Page 15
13 í sambandi við hjartapunkt kristindómsins stendur hugsjón frelsisins. Maðurinn er, eða ætti að vera, frjáls. Til frelsis leysti Kristur mennina, segir Páll í bréfi sínu til Galatamanna, þegar hann er að vara þá við að láta flækjast í Jögkænsku Gyðinganna. Páll þekti áhrif hinna lögboðnu trúarbragða, en Kristur valdi sér verlrsvið og umhverfi, þar sem andlegur þroski hans gat notið sín til fulls. Hann gjörist því talsmaður frelsisins frá byrjun. Frjálslyndið á elvkert skylt við hugarstefnu þá, sem engin bönd viðurkennir. Maður sá, sem breytir eftir þvi sem honum sjálfum bezt þykir, verður brátt að bráð sinna eigin ástríðna. Raunverulegt frelsi nýtur sín aðeins innan sinna eigin vébanda. Jóhannes getur því réttilega talað um hin alfullkomnu lög — lög frelsisins. Kristindómurinn leggur áherzlu á, að allir menn eigi að vígja líf sitt til góðs sambræðrum sínum og systrum í mannfélagi því, sem hver og einn Jjýr í, og liennir einnig, að vér séum frjálsastir og njótum okkar bezt, þegar að vér þjónum honum, sem sjálfur gaf Jíf sitl í þjónustu hins fullkomna frelsins. INNRl SKORÐUR Sökum þess, að hver og einn af oss er eining í stærri heild, þá verðum vér að láta oss varða hagsmuni heildar- innar. Þjóðirnar semja og leiða í gildi lög, sem eru varnar- múr sameiginlegri vell'erð þegna þeirra, og hver og einn at þegnum þjóðfélagsins verður að hlýða þeim; lög þau eru nokkurs konar girðing, innan hverra vébanda að frelsi einstaklinganna getur notið sín. En þessi girðing eða skorður missir brodda sína, sein stundum eru máske sárir í byrjun, þegar að menn venjast lögunum og þau samlag- ast hinum innra manni þegnanna, og í samræmi við eðli- lega samstemning laganna og hins innra manns hverfur líka öll þvingunartifinning í sambandi við þau. Þróun hins sanna frelsis er undir því kornin hversu vel að mönn- um tekst að beygja kné síns innra manns fyrir því, sem meira er en maðurinn sjálfur — fullkomnu frelsi. í fljótu bragði virðist þetta um lögin og frelsið vera mótsögn, en við nánari athugun verður sá mælikvarði prófsteinn frelsisins, og það er einmitt út frá því sjónarmiði að Páll

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.