Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 9
23 maður. Orðgnótt séra Matthíasar á íslenzku máli alveg i'rábær. Eða svo virtist mér það í þetta eiua sinn sem eg fékk að lieyra til hans á ræðupalli, sem var við hátíðahald á Seyðisfirði sumarið 1900, þegar eg það ár var staddur á ferðalagi heima á íslandi.— Þegar samkoman var búin hópuðust menn utan um Brvan til að taka í hönd honum. Var hann hægur í fasi en brosleitur og ánægjulegur. Tók hann í hönd hverjum á fætur öðrum og sýndist vera jafn alúðlegur við alla. Var eg í eitt sinn kominn svo nærri Bryan, að eg taldi mér víst að geta náð í hönd hans. Lék mér nokkur forvitni á að kynnast handtaki hans. En um leið vildi eg eitthvað segja á þá leið, að eg vonaðist eftir að hann ætti enn eftir að verða forseti Bandaríkjanna. Vildi eg segja þetta lát- laust og laglega og var að velta orðalaginu fyrir mér í huganum. Þegar svo setningin var orðin eins og eg vildi liafa hana og eg var að þokast nær og nær Bryan, kom lyrir undarlegt atvik. Eg fékk skyndilega aðvörun: “Bryan will never he president!” (Bryan verður aldrei forseti). Orðin heyrði eg greinilega. Áherzlan var á orðinu “never” (aldrei). Upphátt heyrði eg þetta ekki, heldur eins og inni i sjálfum mér. Þekti eg þetta nokkuð af reynslu áður, þó eg hafi fremur forðast að heyra raddir en að leggja mig eftir því. Munu sálarfræðingar flestir vára menn við að hlusta á raddir, er menn hyggja sig heyra, með því það getur farið út í öfgar og orðið hættulegt. Mun helzt vera að marka það, sem kemur til manns alveg ósjálfrátt og án eftirgrensl- unar, eða gengur jafnvel á móti því sem maður vill að verði. eða maður hel'ir hugsað sér að hljóti að vera eða verði. Svo var með hugsanir mínar að því er Bryan snerti. Mér fanst það bæði líklegt og æskilegt að hann yrði forseti. Gladdi það mig talsvert að geta átt von á þessu. Urðu það því vonbrigði fyrir mig að heyra, að hann yrði aldrei forseti. Hafði þetta þau áhrif á mig, að eg gekk með hálfgerðri ólund til hliðar og reyndi aldrei að taka í hönd hans. Ásakaði eg þó sjálfan mig á eftir fyrir þessa ólundar aðferð, að revna ekki meir að ná í hönd Bryans, því maðurinn var jafn göfugur og merkilegur maður fyrir því, þó það ætti ekki fyrir honum að liggja að verða æðstur valdsmaður í einu af hinum voldugustu löndum heimsins. Árið 1908 var Bryan útnefndur í þriðja sinn til forseta, á móti William Howard Taft, en varð undir í þeirri viður- eign. Eftir það var hann aldrei í kjöri.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.