Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 10
24 En þrátt fyrir ófarir Bryans í forsetakosningum mun nafn hans lengi uppi verða í sögunni, sem göfugs og mikils manns, er bæði var mikilhæft vitni Jesú Ivrists, og kom mörgu til vegar, sem einn hinn frægasti umbótamaður í mannfélagsmálum á hinni viðburðaríku æfi sinni. Kriátinn poátuli Eftir séra Egil H. Fáfnis Öllum er íslenzku lesa er, að eg hygg, kunnugt um æfi og starf Sundar Singh, hins indverska trúarleiðtoga, sem kristni boðaði með svo miklum árangri í sínu eigin landi og einnig hafði áhrif á kristinn heirn víðsvegar utan sins lands,; enda af sumum, sem um hann hafa skrifað, nefndur “Postuli Austur- og Vesturlanda.” Nokkur ár eru nú síðan hann leið, og varð kristnum mönnum skarð fyrir skildi er hans rnisti við. En nú birtir aftur yfir. Á nýafstaðinni Mildmay Conference í Lundúnum var skýrt frá ungum Sikh, sem er farandprédikari í hinu nýja fylki Sind á Vestur-Indlandi. Fyrstu afleiðingar starfsins eru þær að í þeim landshluta þar sem áður seldust aðeins 500 Biblíur, seldust síðastliðið ár 12,000. Þessi ungi Sikh gekk kristninni á hönd er hann fvrii' nokkru síðan var á leið með gufuskipi frá Englandi til Canada, og las sér til dægrastyttingar kristileg rit. Hann er útskrifaður af búnaðarskólum í Lundúnum og Toronto og ætlar að stofna til kristins þorps í þessu fylki Indlands, Sind. í ritinu “World Dominion” farast McCheyne Paterson þannig orð um hinn unga postula. “Hann hefir brennandi trúaráhuga eins og sannur postuli. Hann prédikar hinn krossfesta Krist og segir öllum kristnum, að þeir sjálfir verði að finna til nauðsynarinnar um syndafyrirgefningu, ef þeir ætlist til að þeir, sem ekki eru kristnir finni til hinnar sömu tilfinningar. Eins og Sadhu Sundar Singh gjörði áður ferðast þessi Sikh meðal kirkna og safnaða í Punjab fylki. Lifnaðarhættir hans vekja og undrun fólks- ins. Hann biður aldrei um eyrisvirði; tekur ekki við pen- ingum nema fyrir farmiða með járnbrautum, og samskot eru aldrei tekin á samkomum hans. En með látlausum og einföldum orðum segir hann frá því hvernig Kristur hafi fylt líf sitt hamingju og sælu, sem hann segist hafa árang- urslaust leitað að í trúarbrögðum Sikhanna.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.