Sameiningin - 01.02.1939, Side 11
Döggin
Grátandi barn hleypur til föður síns og biður um fyrir-
gefningu. Faðirinn vefur barnið upp að brjósti sér: “Já, af
öllu hjarta fyrirgef eg þér. Guð blessi þig, elsku barnið
mitt, og leiði þig á vegum dygða alla æfi.” Himnesk sæla
fyllir sál barnsins. Sál og líkami titra af gleði. Sælt er að
hvíla fyrirgefinn í föðurfaðmi.
Aldrei skilur önd mín betur,
að ertu Guð og faðir minn
en þegar eftir villuvetur
mig vermir aftur faðmur þinn.”
f 32. sálmi Davíðs er lýsing á ástandi syndarinnar og
svo á ástandi fyrirgefningarinnar. Syndarinn er í kvölum.
Syndin þjáir hann og lamar.
“Meðan eg þagði, tærðust bein mín, er eg kveinaði
liðlangan daginn, því að dag og' nótt lá hönd þín þungt á
mér.”
En svo ltom stefnubreyting. Hinn syndugi maður sá
nýtt ljós. Hann tók aðra stefnu, sneri við á leið sinni.
“Þá játaði eg synd mína fyrir þér.” Þá varð sólskin.
Ský synda og sorga voru öll horfin. Hvílík dýrð. Já, “sæll
er sá er afbrotin eru fyrirgefin.”
Þetta verður oft dásamlegt hlutskifti einstaklinga og
stundum einnig þjóða.
f 14. kapítula bókar sinnar talar spámaðurinn Hósea um
þennan mun á ástandi syndar og fyrirgefningar. “Snú þú
við, ísrael, tii Drottins Guðs þíns. Hverl'ið aftur til Drott-
ins. Segið við hann: fyrirgef með öllu misgjörð vora og
ver góður.”
Þessi hvöt verður að framkvæmd. Sólin bræðir ísinn.
Líf færist í kaldar æðar. Vetur verður að sumri. Fólk
yfirgefur skurðgoðin, og hverfur aftur til hins eina, sanna,
lifandi Guðs. Velþóknun Drottins hvílir yfir afturhvarfi
þjóðarinnar.
Við það fyllist spámaðurinn guðmóði. Unaður gagn-
tekur sál hans. Hann verður eins og annar maður: nýtt
líf streymir í æðum hans og guðdómlegt skáldamál flýtur
af vörum hans. Guð segir lyrir munn hans: “Eg vil verða
ísrael sem döggin.”