Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 12
26 Þar sem lítið er um regu verður hver dropi, sérhver vökvi dýrmætur. Döggin þar er lífgjafi, og í raun og veru er döggin víðast og oftast metin hæði fyrir fegurð og nyt- semi. Henni er líkt við glitrandi perlur — og menn hugsa um hana sem svaladrykk jurtanna; en að sjálfsögðu er hún því meira metin sem minna er af annari vætu. Hér er þetta dæmisaga um Guð. Hann vill vera ísrael eins og döggin, svölun, endurnæring, líf. Og árangurinn er fljótt augljós. fsrael skal blómgast sem lilja og skjóta rótum sem Líbanon- skógur. ísrael skal verða eins og undratré, sem breiðir greinar dýrðar sinnar í allar áttir, fagurt og tignarlegt í þeim mætti, sem Guð hefir gefið og blessandi alla sem búið geta í skjóli þess. Skáldlegt auga spámannsins sér jiessar myndir al' lifandi útstreymi hins eilífa anda, sein öllum vill bjarga og alla hefja til farsældar um tíma og eilífð. Guð vill láta þessa fegurð falla yfir hverja þjóð, hvern söfnuð, hvert heimili, sérhverja einstaklings sál. Viltu ekki opna glugga sálar þinnar og lol'a fegurðinni að streyma inn, dögginni himnesku að svala anda þínum? “Þú sendir, Drottinn, dögg af hæðum, í dropum smáum niður á jörð, að kveikja líf í köldum æðum og klaka leysa böndin hörð. Lát náðar daggardropa þinn svo drjúpa í mína sálu inn.” Guð vill fyrirgefa þér, líkna og blessa. Elskan eilífa vill alla verma. Alt hans eðli segir: “Eg vil vera þér eins og döggin,” ekki einungis ísrael heldur öllum þjóðum, öllum mönnum. Þessi orð eru töluð til þín, þú sem les. Guð vill vera þér eins og döggin, gefa þér líf og sælu til eilífðar. Taktu á móti lífgjafa þínum. Allir þeir, sem hrakist hafa í dimmviðri sorga, efa- semda eða glæpa og svo hafa hrópað til himnaföðursins, eins og glataði sonurinn, hafa fundið fyrirgefninguna eins og himnasælu, og nýja lífið í Guði meiri unað en nokkuð annað sem þeir höfðu reynt á jarðneskri vegferð sinni. Fyrirgefningin er dögg af himnum. R. M.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.