Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1939, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.02.1939, Qupperneq 14
28 ÖIl ríkin á ítalíu í eitt, páfaríkið með. Það þótti páfa hróp- legt ranglæti, kvaðst með því hafa verið sviftur réttindum sínum. Éftir það þóttist hann vera fangi í höll sinni og fór aldrei út fyrir Vatíkan-garðinn. Það var opinber ófriður milli kóngs og páfa. Það var afreksverk Píusar ellefta að binda enda á þennan ófrið. Páfinn komst að friðsamlegum samningum við ítölsku stjórnina. Eftir það var páfinn frjáls að fara hvert sem hann lysti í Rómaborg. Sagt er ennfremur að hann hafi haft mikinn áhuga' á því að sameina alla hluta kristninnar í eina heild, en vel að merkja aðeins á þeim grundvelli sem kaþólska kirkjan hafði áður en lúterska siðbótin kom til sögunnar. Hann var víst góður kaþólskur maður, sem hugsaði mikið um vald kirkju sinnar og var rígbundinn við alla hennar gömlu stefnu. En sumum af oss gengur erfitt að sjá, að hverju leyti hann hafi verið mikilmenni. Hann virtisf aðgjörðalaus eða ráðalaus þegar italir, hans eigin þjóð, voru að svæla undir sig Abessiníu, og hann virtist jafnvel lýsa blessun sinni yfir byltingunni á Spáni. Og í öðrum atriðum er ekki auðvelt að sjá, hvað honum auðnaðist að framkvæma til að tryggja réttlæti í heiminum. Hitt má vel segja: hefir nokkrum tekist að framkvæma nokkuð af þessu sem hér er ætlast til að páfinn hefði átt að gjöra? Með auðmýkt og skömm hljótum vér, allir starfsmenn kirkjunnar, að játa: vér erum ónýtir þjónar. R. M. Kirkjuskýrslur Eftir séra S. S. Clvristopherson. Það virðist ekki fjarri að veita athygli skýrslum um kirkjulegan viðgang. Skýrslur um það efni, í Bandaríkjunum, birtast i október tölublaði “Christian Herald.” Blað það er talið með merkustu og mest útbreiddu kirkjuritum hér í álfu, og telur á þriðja þúsund kaupendur. Skýrslurnar sýna tölu þeirra, sem eru skráðir í söfnuði. Það kemur í ljós af skýrslum þessunr að safnaðar- meðlimatölu fjölgar hlutfallslega meir en mannfjölda í landinu. Fyrir fimtíu árum töldu sumir kirkjulegt útlit hér ískyggilegt; þá töldust safnaðarlimir 17,000,000; nú teljast

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.