Sameiningin - 01.02.1939, Síða 16
30
Gyðingum hneyksli, en heiðingjum
heimska
Þessi orð eru frá Páli postula og standa rituð í fvrra
Korintubréfinu. Hann segir: “Vér prédikum Krist kross-
festan: Gyðingum hneyksli en heiðingjum heimska.” Með
öðrum orðum, það voru til menn, bæði Gyðingar og heið-
ingjar, sem ekki höfðu fengið skilning á kristindóminum.
öllum slíkum mönnum var kross Jesú Ivrists (hjartað í
kristindóminum) hneyksli eða heimska.
Það þarf enginn að furða sig á þessu. Þetta ástand,
skilningsleysið, er ekki einstakt við kristindóminn. Það
inun eiga sér stað, að einhverju leyti, á öllum sviðum mann-
legrar hugsunar.
Sumir menn eru hlt skildir af fjöldanum. Ein orsök
þess er sú, að miklum mönnum, frumlegum og sérkenni-
legum, er það eðlilegt, að færa hugsanir sínar í óvanalegan
búning, og aðrir menn hafa þá ekki sál til að fylgja þeim
á vængjaflugi þeirra. Kvartað var undan því, hér vestra, að
Stephan G. Stephanson, skáld, væri mjög torskilinn. Lík-
lega var það veikleiki frumleika hans, að hann streittist
ekki nógu mikið við það að gjöra hugsanir sínar almenn-
ingi ljósar, en að mestu leyti var það vegna þess, að menn
brast skilning til að ná inn í hugsanaheim hans. Sama var
tilfellið með séra Jón Bjarnason. Það var skilningsskortur,
að menn, sumir hverjir, náðu ekki tökum á hugsana-auði
hans.
Þetta er ennfremur tilfellið með þær íþróttir anda og
líkama sem menn hafa tamið sér. Það sem einum er Ijóst
er öðrum hulin ráðgáta. Heimur ljóða er sumuin opin bók
þar sem alt liggur í augum uppi þó öðrum sé þar alt óskilj-
anlegt. Sumir hafa frábæran skilning á sönglistinni, meta
hana og skilja l'rá blautu harnsbeini alveg eins og þetta sé
lagt sem sérstök gáfa í eðlisfar þeirra. Fyrir öðrum er þar
eins og alt sveipað eintómu myrkri.
Einn hinna frægustu amerískra rithöfunda, Nathaniel
Hawthorne, líkir kristindóminum við guðshús með dásam-
lega fögrum gluggum. Sumir þeir gluggar eru, eins og al-
kunnugt er, meðal dýrðlegustu listaverka mannkynsins.
Hugsum oss sólskinsdag á miðju sumri. Vér stöndum and-
spænis einni hinni tignarlegustu dómkirkju i Norðurálf-