Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 5
67 það vel l'arið, því trúardeildur eru mjög viðsjárverðar og ólíklegar til að et'la kristilega heilbrigði. En þær örfa kapp og evða logndeyðu aðgjörðaleysis, þó oft verði áherzlan fremur á því að bera hærri hlut en á trygð við hugsjón eða málefni. Þegar deilur falla niður, má búast við hættu úr annari átt. Hræðslan við erjur og afleiðingar þeirra getur svo altekið menn, að þeir sjái ófriðarhættu í öllum fram- kvæmdum, flýi veruleikann og forðist alla einbeitta fram- komu, til friðar. í þessu efni er oss veruleg hætta búin á vfirstandandi tíð. Það er svipað með þetta eins og hernað. Menn finna til þess margir að hann þyrfti að hverfa, en að honum loknum er vandinn að fá þjóðirnar eins sameinaðar um vandamálin eins og þær voru í baráttunni. Nú þegar deilur eru hjá oss að mestu fallnar niður, sakna menn gjarna þess kraftar og fjörs, sem í þeim var. Vandinn er sá, að fá hugi manna og viðleitni engu síður sameinaða um jákvæða boðun kristilegra hugsjóna í orði og verki. Þelta er okkar brýnasta nauðsyn eins og ástatt er, en reynist oft ert'ið í meðferð. Það virðist afkomendum víkinganna oft tamara að sameinast á móti einhverju en til fylgis við mál- stað. Hið síðara er ekki eins áberandi, en frá kristilegu sjónarmiði þó höfuðatriðið. Annar hugsunarháttur frá því sem var á frumbýlings- árunum, er áberandi. Þá var oft erf'itt aðstöðu og það einnig í kristilegum félagsmálum. En það sakaði ekki mjög vegna öruggrar trúar á betri dag framundan, sem lýsti leið. Þetta viðhorf hefir orðið fyrir hnekkjum. i veraldlegum og and- legum efnum gætir nú meira hiks í framtíðarvonum. Menn finna til þess mjög að alt sé í óvissu. Vitanlega var nægt tilefni til slíkrar hugsunar áður fyr, ef að því hefði verið gefið undir fótinn. En það var ekki j)á til siðs. Nú hlæs úr annari átt. Skiftir þetta miklu máli í meðlerð þeirra vandamála, sem eru fyrir hendi, og í því að rækja kirkju- legt starf alment. Hvernig sem menn gera sér grein fyrir þessu er staðreyndin hin sama. Ekki er að því miðað að gera lítið úr erfiðleikunum, sem nú eru. Vandkvæðin hafa breyzt en ekki horfið. ís- lenzku bygðirnar margar hinar eldri eru að ganga í sig og dreyfing fólks af íslenzkum stofni um alla hemisálfuna að aukast mjög. Samfara j)essu er að minka meðvitund um þörf á íslenzkum félagsskap fremur en hrein-amerískum og því að halda hópinn. Erfitt árferði hefir líka gert óhægt um félagsíeg átök, sem þarfnast ákveðinn og áframhaldandi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.