Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 10
72 hann var langl kominn með að byggja þegar þau íöru hing- að í t'ríi sínu, en vígð var meðan þau voru fjarverandi- Við þetta tækií'æri gat' kona norska konsúlsins kirkjunni fagran altarisdúk frá Noregi .(Hafa þau hjón verið trúboð- unum hinir mestu og beztu trygðavinir). En Octavíus færði kirkjunni altarisáhöld úr sillri, gjöf frá First Lutheran Church, Pittshurgh, Pa. Sunnudaginn þ. 17 des. s.i. var hann með að vígja nýbygða kirkju í Osaka, 20 mílur austur af Kobe, næststærstu borg í Japan. Eru söfnuðir þar tveir í umdæmi hans. Fyrir tveim árum var söfnuðurinn tilbú- inn að byggja, en það lólt heilt ár að fá byggingarlevfi hjá bæjarstjórninni. í millitíðinni skall stríðið á, og um leið steig alt efni gífurlega i verði og sömuleiðis allir byggingar- samningar. En þrátt fyrir þetta var verkið byrjað í Drott- ins nafni og erfiðleikar allir yfirbugaðir fyrir dugnað og óþrjótandi elju prestsins, séra N. Koizumi, og samtök safnaðarmanna, og drengilega aðstoð kvenfélagsins. Segir Octavius að kvenfélaginu sé að miklu leyti það að þakka, að kirkjubyggingin hat'i komist þetta áfram. Og hann spyr: “Hvað gætuin við án þeirra? Guð blessi konurnar.” Geta prestar yfirleitt undir það tekið. — Kristnar konur eru samar við sig hvar á hnettinum sem er. — Þessi dagur var mikill hátíðis- og fagnaðardagur öllum hlutaðeigendum. En það jók ekki alllítið á gleðina, að hópur trúboða frá Indlandi voru viðstaddir. Stóð svo á að þeir höfðu verið sendir Ivyrrahafs-leiðina vegna Norðurálfustríðsins og' biðu eftir fari. Voru kveðjur af þeim fluttar bæði frá inóður- kirkjunni í Ameríkn og systurkirkjunni á Indlandi. Við þetta tækifæri afhenti Octavíus söfnuðinum öll áhöld við altarisgöngu, gjöf frá Emmanuel Lutheran Church. Potts- town, Pa. Við hlið kirkjunnar stendur húsið, sem áður var bæði prestshús og samkomuhús, nú endurnýjað og end- urbætt af kventrúboðsfélagi Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku. Þar er nú ungbarnaskóli (kindergarten) og félagshús safnaðarins- í tilefni af vígslu þessarar kirkju segir Octavíus að hann geri sér góðar vonir um nýja kirkju í Kyoto, er mikil þörf sé á. Eru þar tveir söfnuðir í um- dæmi hans. Er Kyoto norðnr af Osaka. Var hún höfuð- borg ríkisins næst á undan Tokyo. Áður en eg lýk þessum pistli vil eg geta þess, að á kirkjuþingi næsta ár eru liðin 25 ár síðan séra Octavíus var vígður og honum og frú hans umboð gefið af kirkjufélaginu til þess að reka trúboð í Japan fyrir hönd þess. Þá var tals-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.