Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 8
70 stang heí'ir gengið of Jangt. Vér ættum að standa vel að vígi að græða á þeim skilningi. Eins hefir það verið gömul hefð hjá oss íslands niðjum að náið samband sé milli hinna yngri og eldri, til gróða fyrir báðar kynslóðirnar. Iiér í álfu og víðar hefir stefnt mjög burt frá þessu. Einnig í þessu eigum vér leiðarþráð til heilla, el' vér hagnýtum hann. — í sambandi við fjármál kirkjunnar og innsöfnun til stuðnings málefnum hennar, finnum vér til þess að við erum skamt á leið komnir og þurfum mikið að læra í þá átt að efla fórnfýsi. En það má ekki skyggja á það að hjá oss hefir að mestu leyti farið “hárpressu” aðferð sú í fjár- söfnun, sem orðin er landlæg hér í Ameríku og það einnig á sviði kirkjunnar. Hið versta við hana er, að hún er að tortima öllum frjálsum fúsleik til að fórna. Hjá oss hefir lifað sú hugsjón, sem séra ,Ión Bjarnason hóf svo rækilega, að frjáls tillög einungis til kristilegra mála séu til farsældar. Vér þurfum einungis að læra að efla meir þann anda. (Framh.) Fréttir frá trúboðunum Að mörguleyti er alt nú miklu óhægra en áður og kost- ir þrengri sökum stríðsins. Mjög erfitt um alla hjálp. Nær það lika til safnaðarstarfsins einkanlega að því er karlmenn snertir, því samverkamenn trúboðanna, japanskir, hafa ver- ið og eru kallaðir í striðið, þegar þeirra þarf með Eykur það starf þeirra alt. Það er skiljanlegt hvaða eftirköst það muni hafa fyrir verk séra Octavíusar þegar þess er gætt, að hann hefir eftirlit með og umsjón á 11 söfnuðum á meir en 200 mílna svæði á lengd, og sumir þeirra lítt skipulagðir. Verkið hans nú er því talsvert meira en áður var. Svo bætast við erfiðleikarnir út af stríðskreppunni, sem kemur harðara niður á trúboðum en innlendu fólki, af því að þeir hafa alist upp við aðra lifnaðarhætti Stjórnarskömtunin (rationing) er þeim því tilfinnanlegri- Sem dæmi þess við hvaða kjör trúboðar okkar verða að lifa, má nefna þetta: Yfir mánuðinn % pund af sykri á mann. Smjör illfáanlegt eða alls ekki; allar innfluttar matartegundir bannaðar, en einstaklingum leyft þó að taka við gjöfum aðsendum af því tagi. Rafmagn af mjög skornum skamti og sömuleiðis kol til hitunar. Vatn fengu þau aðeins nokkra tíma á dag fram- an al' í vetur. Svo var því snúið af. En þegar síðast frétt-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.