Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 18
80
Hirðisbréf biskupsins
Hartnær 57 ár eru nú liðin síðan ísland hvarf mér
sjónum. Eg hafði mína drauma um ísland bæði áður en eg
fór þaðan og' eins síðan, svipað og aðrir drengir á mínu
reki. Lengi vel taldi eg það nokkurn veginn vist, að ein-
hverntíma myndi mér auðnast að sjá draumalandið mitt
aftur. Eg hafði bréfaviðskifti við einn frænda nokkur ár.
Þegar það samband var fyrir löngu slitið reyndi eg eitt sinn
til að endurnýja það, en sú tilraun mistókst. Einu sinni
eða tvisvar þegar eg var orðinn meir en miðaldra maður
fékk eg skevti frá málsmetandi mönnum á íslandi, sem eg,
í önnum, erfiðleikum og hirðuleysi vanrækti að sinna.
Eitthvað af blöðum, bókum og tímaritum frá fslandi hefi
eg, öll hin síðari ár séð og notað. Með innilegu þakklæti
skal það viðurkent, að Háskóli íslands hefir sent Jóns
Bjarnasonar skóla Árbók sína frá byrjun. í fyrra fékk eg
dásamlega göf og kveðju frá frændfólki, sem eg á á Seyðis-
firði.
Mér finst, að, við athugun þessa formála, geti menn
gjört sér i hugarlund þá gleði sem streymdi um mig, þegar
eg, rétt fyrir skemstu, fékk Hirðisbréf nýja biskupsins sent
af honum sjálfum með bróðurkveðju og blessunaróskum-
Það hlýtur að vera óvenjulega góður maður, sem getur látið
í té svona mikla velvild þeim, sem á engan hált verðskuldar
hana.
Langar mig nú til þess að fara nokkrum orðum um
þetta bréf.
Yfir öllu bréfinu, frá upphafi til enda er árdagsljómi.
Það er eins og verið sé að boða nýjan, bjartan dag fyrir
kirkju fslands og þjóð. Manni hlýnar um hjartarætur við
að lesa: Vonargeislar skína inn um glugga sálarinnar, og
framtíðin færist í skrúða sein vekur unað og vilja tii að
eiga þátt í þeirri endurnýjung, sem er í vændum.
—-R. M.
(Framh.)