Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 15
stríðið? Það var argvítugt, og svo fanst öllum félögum
hans í japönsku sveitinni. Enginn þeirra var sjálfl)oði.
Þeir óskuðu einkis nema að komast heim aftur.”
“Síðar um daginn, þegar við sátum að snæðingi, heyrð-
um við alt í einu hlátrasköll mikil utan úr forgarðinum,
þar sein l'anginn var í haldi. Hláturinn óx. og heyrðust
brátt dvnkir af og til. Eg stóðst ekki mátið; við genguin
út til að sjá hverju þetta sætti. Garðurinn var troðfullur,
og húsdyrnar; með mestu herkjum gat eg olnbogað mig í
gegnuin þröngina, og þá sá eg skrítna sjón. Fanginn var,
Kínverjum til mestu skemtunar, að kenna þeim glímu.
Hann var bæði stærri og sterkari, heldur en flestir þeirra.
Án {>ess að taka nokkuð nærri sér tók hann á móti þeim
hverjum eftir annan og skelti þeim öllum, en félagar þeirra
ætluðu að springa af hlátri við hvert fall. Fanginn hló út
undir eyru; verðirnir eggjuðu hann, klöppuðu honum öllum
utan, reyndu að hal'a eftir honum glímubrögðin. Og eftir
stundarkorn fengu þeir hann til að sýna sér japönsku tökin,
jujitsu. Næsta dag var hann orðinn vinsælastur allra manna
í þeim herbúðum.”
Auðvitað kveður við vígaboðskapurinn um alt landið.
Alstaðar sér maður flugritin og' veggjaspjöldin, sem eggja
þjóðina lil “viðnáms gegn Japönum.” Nú sem stendur er
hreyfing mikil komin á stúfana, segir höf., sem kölluð er
“andlegt útboð.” Námsfólk og séræfðir stjórnaragentar
eru að verki í þúsundum sveitabæja, um Kínahéruðin öli,
bæði frjáls og hertekin. Þeir lcenna búum. og bændalýð að
vera sinni stjórn til aðstoðar í landvörninni. En í öllum
þeim boðskap vantar eitt alþekt efni. Áherzlan er lögð á
mótstöðii en aldrei minst á hatur.
“Eg á enn eftir,” segir frú Homer, “að heyra eða lesa
eitt aukatekið orð á móti þjóðinni sjálfri. Hervaldinu
heyri eg formælt, en aldrei l'ólkinu. — í boðskap stjórnar-
innar eru engar sögur um grimdarverk, engar hótanir; að-
eins sú hógværa yfirlýsing, að hvað mikið ilt, sem japanskir
hermenn gjöri af sér í Kína, þá viti japanska þjóðin alls
ekkert um þær aðfarir og sé því sýkn saka.”
Athugavert er það, að þjóðin, sem sýnir þessa kristilegu
hógværð í baráttunni fyrir lífi sínu, er heiðin þjóð. Kristni
hópurinn er hverfandi í Kdna. Hann er áhrifamikill, satt er
það. Stjórnarinnar menn allmargir og leiðandi mentamenn
eru kristnir, og sennilega hafa þeir beitt áhrifum sínum í
þessa átt. En hvað sem um það er, þá hefir kínverska