Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.05.1940, Blaðsíða 11
73 verður áhugi fyrir trúboðsstarfi. Hefir okkur farið fram eða aftur með það síðan? Eg get flutt kæra kveðju frá trúboðunum ti 1 allra bræðra og systra. Og bæn mín er til Drottins að hann veki með okkar söfnuðuin aukinn áhuga fyrir trúboðsstarfinu. Drottinn lcirkjunnar sagði: Fcirið og kristnið allar þjóðir. Það orð hans stendur og er sagt til okkar eins og til annara i kirkju hans. En niðurlag orða þeirra er: Sjá, eg er með ijður alla daga, alt til enda veraldarinnar. Þessi orð standa hka og sanna trúboðsskyldu allra kristinna manna. skyldu, sem ætti að vera þeim öllum kær og kærleikshvöt að inna af hendi- Já, eg er með yður, segir hann. Er það þó ekki dýrlegt að mega vera viss um það, að hann er með? En hverjum er það dýrlegt gleðiefni? Þeim, sem eru með honum. N. S. Th. i~i— • • — ------------- =~ Góðviid á vígslóðum í Kína Um það efni birtist nýlega í hérlendum blöðum ritgjörð eftir Bandaríkjakonu, frú Joy Homer, sem hefir verið að ferðast í líknarerindum um ellel'u héruð Kínaveldis og er orðin vel kunnug ástandinu þar. ,‘Oft var eg að velkja þvi fyrir mér áður en eg kom til Kína,” segir hún, “hvaða hug eiginlega þjóðin bæri til Japana; hvað hún mundi gjöra, til dæmis, ef hún gæti sett Japönum friðarkostina — og sú hugsun er nú ekki lengur fjarstæða ein. Mundi þá Versala- leikurinn verða endurtekinn austur þar? Nú hefi eg ferðast þar í sjö mánuði; haldið uppi fyrirspurnum, viðræðum, athugunum. Um svarið sjálft er eg ekki lengur í óvissu, heldur um ástæðurnar. Það er eins og kínversk alþýða verði ekki þekt ofan í kjölinn. Annað veií'ið er hún svo barnslega einföld og hlátt áfram, en svo snýr hún við hlað- inu þegar minst varir, og kemur með skoðanir, sem alls ekki virðast eiga heima hjá nokkurri þjóð í ófriði.” Reyndar mun hugur fólksins ekki vera svo fjölbrevti- legur í herteknu héruðunum, segir frú Homer — “þar ríkir óttinn og hatrið, vitaskuld, og einhvers konar laum-kýmni. En það er fólkið í frjálsu héruðunum sem mestu ræður um hugi landsmanna yfirleitt; og sá hlutinn mun ráða friðar- kostum, ef sigur fæst eða miðlun. Jafnvel á þessum svæð- um ber víst allmikið á gremju við Japana; og mun það, eins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.