Sameiningin - 01.11.1942, Qupperneq 7
133
menningarinnar, en ekki af veðráttunni. Þó væri myndin
tiltölulega saklaus ef ekki væri öðru misboðið en þessum
staðháttum náttúrunnar. Þegar til mannlífsins kemur, fer
fyrst að slá út í svo um munar. íselndingar, sem sýndir
eru, koma allir fram sem hálfvitar. Aðal áhugamál þeirra
virðist að gifta dætur sínar — helzt hermönnum. Þar má
heldur ekki um skeika að eldri dóttirin giftist á undan
þeirri yngri. Engin hjólliðugheit á skautum, sem Sonja
Heinie getur sýnt, nægir til þess að bæta upp þessa van-
kanta. Ef þessi mynd ætti að vera mælikvarði þess alment
hvaða sannveruleik hreyfimyndirnar flytja, fá þær slaka
einkun sem uppfræðslutæki. Þessi auglýsingaöld er ekki
ætíð vönd að því hvernig auglýst er. ísland er í lítilli
skuld fyrir slíkan bjarnargreiða.
Kirkja siudd af auglýsinguxn
í þeirri stærstu af tíu lúterskum kirkjum í Louisville
átti þingheimur að koma saman til guðsþjónustu í byrjun
þings. Hljómar það kunnuglega ’að kirkjan nefnist Fyrsta
lúterska kirkja. Er B. C. Lindsay þar prestur. Nefnist
. stræti það Broadway er hún er á, og er það mikiö kirkju
nágrenni. Auðar lóðir eru beggja megin kirkjunnar, sem
því miður eru ekki hennar eign. Þar hafa því auglýsinga-
félög komist að með stærðar “billboards” á báða bóga með
venjulegu auglýsingaskrumi. I fljótu bragði gæti manni
komið til hugar að nálægð kirkjunnar hefði haft einhver
áhrif, því fyrirsögnin til vinstri blasir við: “Pure as an
angel,” en neðan undir verður maður þess var að þessi
himneska samlíking á við “Swan Floating Soap.” Til hægri
er líka eitthvert hugnæmi í þeirri yfirlýsing að “Merit is
rewarded,” en við nánari athugun kemur í ljós að dygðin,
sem verið er að hefja, tilheyrir “Honey Crust Bread.” O
tempora! O mores! mundi gamli Cicero hafa sagt, ef annað
eins hefði orðið á vegi hans. Mann dreymir um að ein-
hverntíma verði menn leystir frá hinu óbærilega auglýs-
ingafargani, sem hneykslar augu og eyru og allan heil-
brigðan smekk um Ameríku alla. En í bili munu ekki önn-
ur ráð en að bíta á jaxlin — og afbera bölið sem bezt
maður má.
Guðsþjónusía og upphaf þings
Þingsetningarguðsþjónustan fór fram með miklum
hátíðlegleikum í ofangreeindri kirkju að kvöldi miðviku-