Sameiningin - 01.11.1942, Side 3
ás>ameímttgm
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi.
57. ÁRG. WINNIPEG, NÓVEMBER, 1942 Nr. 11
Þing Sameinuðu lútersku kirkjunnar
(U.L.C.A.) í Louisville
F erðahugleiðingar
Oft hefi eg fundið til þess að því meira, sem eg sé af
víðáttum þessa mikla meginlands, þeim mun sterkari verða
þau tengsl, er binda hug og hjarta við átthaga minnar
amerísku þjóðar og alt, er telst til trygðar og mats á verð-
mætum hennar og sögu. Eg hefi borið gæfu til þess að fá
að sjá um helming af ríkjum Bandafylkjanna og um leið
að verða fyrir miklu af þeirri fjölbreytni, er stórfengleiki
heillar heimsálfu hefir til að bera. Um leið rennur upp
fyrir manni að þetta mikla land hefir verið leiksvið marg-
breyttra sögulegra æfintýra, sem mynda einn mest heillandi
þáttinn í sögu mannanna fram á þennan dag. Hvert nýtt.
svæði er ber fyrir augu rifjar upp viðbótarþátt þess mikla
hlutverks að skapa hér nýtt þjóðlíf fyrir athafnir og áræði
hinna ólíkustu kynstofna. Þegar maður ferðast marga
daga og nætur á óslitinni ferð með hröðum farartækjum
án þess að nokkur takmörk blasi við, eins og altítt er, verð-
ur tilfinningin fyrir því yfirgnæfandi að hér er alt að
finna og það í stórum stíl. Sléttur og skógar, fjöll og fyrn-
indi, hrikaleg fegurð og hugþæg angurværð, ógnandi auðnir
og aragrúi borga, fljót og vötn, fossar og jöklar, heitar
lindir og hávær gos, mannvirki og mentastofnanir — að
nefna aðeins fátt eitt. Verður þetta eins og tákn þjóðlífsins
mikilfenglega, sem innibindur um leið æðstu möguleika og
alvarlegustu hættur, en hefir þó sem heild gefið undir fót-
inn ýmsum björtustu vonum og mest töfrandi hugsjónum