Sameiningin - 01.11.1942, Side 8
134
dagsins 14. okt. Kirkjan er vegleg, en nú reyndi á hve vel
hún rúmaði'með talsvert á sjötta hundrað erindreka auk
annara gesta og heimafólks. Prestar, sem þjónuðu fyrir
altari eða tóku annan þátt, voru hátíðlega skrýddir sam-
kvæmt all-hákirkjulegum tíðareglum, sem fullnægt mundi
hafa smekk gamla íslenzka fólksins er fanst prestarnir í
Ameríku fremur snautlegir í kirkju. Algert frelsi er vitan-
lega hvað slík atriði snertir, en meiri viðhöfn í skrúða
tíðkast nú alment í amerískum kirkjum en áður fyrri. í
því sambandi nægir sú athugasemd að um smekk ber ekki
að deila. Allir samþykkja að fyrst og fremst eigi tilbeiðsl-
an að vera í anda og sannleika. Tíðaþjónustan og söngur
allur í bezta lagi. Forseti Dr. F. H. Knubel flutti kröftuga
prédikun er hann nefndi “Hidden Things” út af Matt 13:33.
Svo fór fram mjög áhrifamikil altarisganga er allur þing-
heimur gekk að Drottins borði. Við þessa athöfn var notað-
ur sameiginlegur bikar, í Omaha einstaklingsbikarar. Sýndi
það mismunandi venjur innan kirkjunnar. Öll offur við
samkomur þingsins gengu í þarfir “Lutheran World
Action,” sem eru samtök alls þorra lútersku kirkjunnar í
Ameríku að koma að liði trúbræðrum, trúboðum og starfi
þeirra ásamt öðrum í erfiðleikum og neyð vegna styrjaldar-
innar. Er það sönn kærleiksþjónusta, sem tala ætti til
allra er eiga kristið hjartalag. Á næsta ári er gert ráð fyrir
að safna einnri miljón dollara hér í Ameríku til þessara
þarfa. — Næsta morgun fór fram formleg þingsetning í
fundarsal þeim í Brown Hotel þar sem allir starfsfundir
þingsins voru haldnir. Guðræknisathöfn hófst á hverjum
morgni kl. 8.45, en fundarstörf byrjuðu skömmu eftir kl. 9.
Var haldið áfram til hádegis. Svo voru einnig starfsfundir
frá kl. 2—5 e. h. Tvisvar voru kvöldin einnig notuð til
starfs. Annars voru þau helguð sérstökum samkomum.
Hvaða athygli vakii þingið?
Bezta blað borgarinnar — Courier-Journel — skýrði
ítarlega og vel frá öllu, sem fram fór á þinginu. Aðalþættir
þess fengu svo útbreiðslu í stórblöðum um land alt. Hið
merka tímarit Chrisiian Ceniury hafði sérstakan fréttarit-
ara á þinginu. Dr. Walter W. Van Kirk gaf ágætt yfirht
yfir starfið í útvarpið tvisvar eða þrisvar fyrir hönd
Naiional Broadcasiing Company. Er hann talinn bezti út-
varpsþulur landsins hvað áhrærir kirkjulegar fréttir. Talar