Sameiningin - 01.03.1943, Side 5
35
Taktu sem minst tillit til hinna fátæku, hrjáðu. og smáu
vesalinga sem lifa og hrærast umhverfis þig. Þeir eiga að
láta sér nægja molana sem falla af borðum þínum, og gömlu
fötin þín sem ekki sæma lengur stöðu þinni og stétt í
samfélagi mannanna. Þetta, eða þessu líkt er evangelium
efnishyggjunnar, eins og hún var túlkuð af óvini mannkyns-
ins í eyðimörkinni forðum, og eins og hún kemur í ljós alt
fram á þennan dag. En af þessu stafar grimd og græðgi,
olnbogaskot, öfund og yfirgangur meðal einstakra manna
og heilla þjóðfélaga. Þessi speki er vegin, og fundin fær til
þess eins að steypa heiminum í glötun.
Á meðal þeirra sem eru Kristi samþykkir að nokkru
leyti í þessu máli, er stór hópur mannvina og hugsjóna-
manna sem öllu fremur þrá jöfnuð og réttlæti í viðskiftum
mannanna. Þeir telja hina grófu efnishyggju mönnunum
ósamboðna með öllu. Að vísu láta þeir sig uppruna manns-
ins, eðli hans og endanlega köllun litlu skifta, en leggja þó
áherzlu á að maðurinn sé siðuð vera, að hann sé meiri
skynsemi gæddur en aðrar verur, að hann sé nú fyrir
nokkru farinn að ganga uppréttur, og megi því ekki láta
svínbeygja sig aftur í búksorg og matarstryti. Þeir vilja
gjarnan lækka alla hóla og hækka allar dældir á yfirborði
mannfélagsins, þannig að sá fátæki verði ríkari en hann
áður var, en sá ríki fátækari, og alt stéttaskipulag vilja
þeir afnema. Þeim er einkum hugleikið að annast olnboga-
börn lífsins, hina fátæku, hráðu og ólánsömu. I þessu bera
þeir fyrir sig orð Krists: “Hungraður var eg og þér gáfuð
mér að eta; þyrstur var eg og þér gáfuð mér að drekka;
gestur var eg og þér hýstuð mig; sjúkur var eg og þér
vitjuðuð mín.” (Matt. 25). Þeir telja það hið fyrsta og æðsta
hlutverk kirkjunnar að sinna hinum tímanlegu og líkam-
legu þörfum manna, að reyna af fremsta megni að hafa
göfgandi og helgandi áhrif á mannfélagsmálin í heild sinni.
Þeir telja kirkjunni skylt að hafa sem mest hönd í bagga
með löggjafar og framkvæmdarvaldi laga í hverri borg og
bygð og vera einskonar menningarleg lyftistöng í öllum
velferðarmálum manna. Vér skulum, segja þessir menn, láta
oss nægja eina tilveru í senn. Trúarbrögðin hafa nægilegt
verksvið þó að þau fari ekki út fyrir takmörk hins daglega
lífs. Vissulega er það meira aðkallandi að sinna hinum
tímanlegu þörfum mannanna, heldur en að reyna að fá
þá til að tileinka sér einhverjar kenningar um dauðann,
dómsdag og annað líf. “Ef þú ert Guðs sonur .. .” segir