Sameiningin - 01.03.1943, Qupperneq 6
36
þessi stefna, ef þú hefir nokkra getu eða iöngun til um-
bótaviðleitni þá gjörðu alt sem í valdi þínu stendur til að
sjá um að aðrir menn geti líka fengið að lifa eins og Guðs
synir, og við lífskjör sem þeim eru samboðin. Margir þess-
ara manna eru einlægir vinir kirkjunnar, og skilja og meta
þau menningaráhrif sem hún býr yfir. En þeim finst að
kirkjan þurfi að vakna til meðvitundar um hina eiginlegu
köllun sína. Þeir telja hana sofandi og áhrifalitla stofnun,
sem láti sér nægja að dvelja í musterum tilbeiðslunnar, í
staðinn fyrir að starfa á akri athafnalífsins. Víða um lönd
hefir þá líka auðvaldið stungið kirkjunni svefnþorn, svo að
hún þorir ekki að hreyfa legg né lið þess vegna. En kirkj-
unni er svo þungt um andardrátt í faðmlögum auðvalds-
ins að henni liggur við köfnun. Á grænum grundum mann-
úðarinnar hefir hún fyrst tækifæri til að rétta úr sér, þar
er hið eðlilega andrúmsloft hennar. Kirkjan er eins og
konungsdóttir í álögum, — það þarf fyrst að frelsa hana,
svo hún geti notið sín. En fari nú svo, sem víða ber við, að
kirkjan vilji ekki sinna köllun sinni, hlaupi hún aftur undir
klæðafald auðvaldsins þegar við henni er hróflað, þá skalt
þú ekki hika við að gjöra steinana að brauðum. Kirkjan er
þá orðin eins og auðvaldið að steingjörvingi, er ekki á heima
á vorri samtíð. Öfgaménnirnir í fylkingu jafnaðarstefnunn-
ar og humanismans hrópa nú af öllum mætti: Molaðu
hroka þeirra beggja, auðvaldssins og kirkjunnar, unz bæði
falla að fótum þér og sleikja duft jarðar. Hafðu endaskifti
á skipulagi mannanna. Auðvaldið er nógu lengi búið að
sitja að völdum, og sjúga blóð og merg úr öllum fjölda
manna, gefið nú öreigunum tækifæri!
En þótt margt sé lofsvert í þessari mannúðarstefnu, þótt
hún láti stjórnast af hinum háleitustu hvötum, þótt hún
bendi á margar meinsemdir, og kirkjan geti margt af henni
lært, hefir hún þann megingalla að vera of takmörkuð og
einhliða. Hún snertir aðeins örlítinn hluta af allri tilveru
mannsins; hún einblínir á aðeins fáein af þeim fjölmörgu
orðum sem Kristur mælti um lífið og mennina. Þegar nánar
er aðgætt verður það ljóst að hér er ekki um kristindóm að
ræða í hinni venjulegu og sögulegu merking orðsins, held-
ur kristilega siðfræði, eða pólitízka heimspeki með kristi-
legum blæ. Viðleitni allra slíkra umbótamanna er í mesta
máta lofsverð, og ágæt eins langt og hún nær. En frá
sjónarmiði kristindómsins nær hún ekki nógu langt, vegna
þess að hún lætur ekki stjórnast af sérhverju orði sem