Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1943, Page 7

Sameiningin - 01.03.1943, Page 7
37 fram gengur af Guðs munni. Hún takmarkar áhuga sinn og starfsemi við sambúð mannanna sín á milli, en gætir ekki þess grundvallarsannleika að sú sambúð verður aldrei bróðurleg fyr en menn læra að þekkja föður vor allra sem er á himnum, og kosta kapps um að móta framkomu sína að vilja hans. Andspænis hinni grófu efnishyggju, og hinni mildu mannúðarstefnu, og öllum straumum og stefnum í hugar- heimi mannanna sem hasla sér völl innan hins tímanlega mannlífs, stendur heildarstefnuskrá kristindómsins, sem nær yfir allar stefnur, og yfir alla tilveru mannsins. Krist- indómurinn hefir fyrirheit, bæði fyrir þetta líf og hið til- komanda. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Hann getur að vísu haldið við líkamslífi sínu á þann hátt, en um verulega ánægjulegt og farsælt líf getur þá fyrst verið að ræða er maðurinn gjörir sér það ljóst að hann er meira en dýr merkurinnar, að hann hefir ekki aðeins lík- ama, heldur og sál, að hann er ekki skapaður aðeins fyrir skamma dægurdvöl til að keppa um gull og glingur, held- ur miklu fremur til eilífs lífs og samfélags við Guð. Það er andinn hið innra með oss sem er hinn eiginlegi persónu- leiki vor, og ef menn vilja lifa giftusamlega verða þeir þess vegna að taka tillit til þeirrar næringar sem andinn þarfnast. Menn þurfa ekki að kafa djúpt til að finna þann mikla mun þeirrar fæðu sem svalar þörfum líkamans, og hinnar sem nærir hið andlega eðli mannsins, sálarlífið, til- finningalífið, samvizkuna og viljann. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sér- hverju orði sem fram gengur af Guðs munni.” íslenzka sálmaskáldið hafði glöggan skilning á þessum sannieika er hann spurði í sálminum: Hvað stoðar þig alt heimsins góz og gæði, og gull og silfur, skart og dýrleg klæði, er ber þú utaná þitt dauðlegt hold? Hvar liggur það þá líkaminn er dauður, og langt frá öllu prjáli hvílir snauður í myrkri mold? Og svarið er augljóst. Það stoðar alls ekki neitt, þótt menn hafi eignast alt þetta ef þeir hafa vanrækt þroska sálar sinnar. Manninum ber að lifa af sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni. Nú er það ljóst að Guð hefir talað til vor mannanna með mörgu móti, en síðasta og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.