Sameiningin - 01.03.1943, Síða 12
42
eftir því sem jarðfræðingar stjórnarinnar í Canada segja,
alla leið aftur í ísaldartímabil.
Um landdýr er lítið á Baffin-eyjunni. Þar var talsvert
mikið af hreindýrum fram yfir miðja síðustu öld, en síðan
að Eskimóarnir komust upp á að skjóta með byssum, og'
gátu fengið þær og skotfærin, hafa þeir gengið svo í
skrokk á dýrunum að ef ekki verður við gjört, er ekki
annað sjáanlegt en þau verði eyðilögð með öllu, á tiltölu-
lega stuttum tíma. Þar er og mikið af hvítum tófum, sem
Eskimóar veiða í boga, og selja Hudson’s Bay félaginu.
Áraskifti eru að tófu tekjunni á eyjunni. Fjórða hvert ár
er þar mergð mikil, en fer svo fækkandi aftur í næstu
þrjú ár, og synist það vera ófrávíkjanlegt lögmál.
Úlfar hafa verið þar nokkrir, en eru nú með öllu eyði-
lagðir.
Hvergi í þessu landi, er sagan skráð eins skýrum og
sýnilegum teiknum og í norðurhéruðum þess, og á hinum
norðlægu eylendum þess. Þar er ekkert til að skyggja á
bergrúnirnar sjálfar, sem tímans tönn hefir meitlað í harð-
an steininn í gegnum aldirnar. Merki ísaldarinnar blasa
alsstaðar við sjónum manna. Hálsarnir slitnir. Blágrýtis-
klappirnar muldar og malaðar. Klettabeltin slitin og snúin.
Stórgrýtinu stráð um dali, holt og hæðir. Kalksteins Tögin,
sem lögð hafa verið ber og liggja um þvera og endilanga
eyjuna, og járn, eða járnsteinsbeltin ómælanleg og óupp
ausanleg, sem bíða eftir að þau séu brædd og barin, blasa
alstaðar við augum manns.
En það er fleira en þessi ísaldar umbrot og bergrúnir,
sem vekja athygli manns á Baffin-eyjunni, því þótt yfir-
borð hennar, og als umhverfis þar norður í höfum, sé í
það heila, bert, hrjóstrugt og gróðursnautt, þá við betri
þekking og nánari athugun sést að hún er ekki gróðurlaus
með öllu. í dölunum, sem eru margir, dökkir til að sjá,
þröngir og djúpir, vex dálítið af grasi með fram ánum og
lækjunum, sem rutt hafa sér farveg eftir þeim, og ofurlítið
af gulvíðir, sem nær um þriggja feta þroska. þegar best
lætur, enn fremur er oft að finna fífu, þar sem votlent
undirlendi finst í þeim. í hlíðum dalanna er oft að finna
lambagras, sóleyjar, og jafnvel fjólur. Berja lyng er víða
að finna, en engin ber þroskast þar. Vísirinn kemur, en
haustnæðingarnir koma of snemma til þess að ber geti
þroskast. Allmikið er af hreindýramosa, geitnaskóf og
sortulvngi. Þó að gróður þessi sé hvorki margbrevttur né