Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1943, Síða 13

Sameiningin - 01.03.1943, Síða 13
43 stórvaxinn á hann samt sinn þátt í að festa mynd landsins í huga manns. Gróðurinn og dalirnir sjálfir, sem eru bratt- ir með gróðurlitlum hlíðum, eru víða skornar með silfur- tærum lækjum, sem falla stall af stalli unz þeir sameinast ánum í botni dalanna. En það er eitthvað meira en sögu- rúnirnar, dalirnir dökku og þröngu, lækirnir, sem falla eins og silfurþræðir ofan hlíðar þeirra og hinn smágerði gróður heimskauta landanna, sem heillar huga manns. Það er eitthvert undra afl sem heimskautalöndin ein eiga yfir að ráða, sem dregur mann á vald sitt með ómótstæðilegu afli. Eg hefi oft verið að hugsa um, hvaða kraftur það sé er heimskautalöndin eigi sérstaklega yfir að ráða og þannig verkar, ekki aðeins á okkur, sem frá þeim héruðum og löndum erum komin, heldur á alla, sem undir áhrif hans komast og ekki hafa með öllu lokað hinni andlegu útsýn sinni, eða týnt tilfinningum sínum í stríði og striti sléttu- landanna. Maður er að sjálfsögðu háður náttúrunni og náttúru- öflunum hvar sem maður er staddur, en þau áhrif eru mjög svo mismunandi og fara eftir umhverfi því, sem menn alast upp í, og eiga við að búa. í tempraða beltinu, eru það mannvirkin, akrarnir, verksmiðjurnar, járnbraut- irnar, leikhúsin, eimskipin, nauta- og sauðfjárhjarðirnar. eða með öðrum orðum, efnalega aðstaðan og áhuginn, sem virðist nú sem stendur áhrifamest á því sviði. í hitabeltinu er það jarðargróðurinn, mikli og hrika- legi, með því sem honum fylgir, sem mest hefir áhrifin. Á Baffin-eyjunni, eða í heimskautalöndunum eru á- hrifin alt önnur og annars eðlis. Þar hverfur hið verklega og áhrif þess, en mikilleiki hinnar ósnertu og óspiltu nátt- úru og náttúruafla sveipa mann töframætti sínum. Lífs- viðhorf manna getur ekki undir neinum kringumstæðum verið það sama þar, eins og það er hér á sléttunum í Manitoba. Hér er umhverfið alt sópað og prýtt. Hér reka atburðirnir hver annan og atvinnuvegirnir haldast í hendur við vetur sumar vor og haust. Lífið alt ein óslitin keðja, litlítil, umbreytingalítil en endalaus. Þar er umhverfið stórbrotið og mikilfenglegt. Loftið, sjórinn og landið á alt sínar einkennilegu myndir og myndabreytingar. Sólar- lag á norðurhveli jarðarinnar, er dásamlegra og auðugra en á nokkrum öðrum stað veraldarinnar. Nóttlausu sumar- dagar heimskautalandanna setja stimpil sinn á land, láð og líf, og litbrigði lofts og láðs, eru einkenni og auður

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.