Sameiningin - 01.03.1943, Qupperneq 14
44
þeirra, landa. Undur hinna norðlægu landa eru svo voldug
að slíka fegurð er hvergi að finna á byggðu bóli á neitt
svipuðu stigi.
Við brjóst slíkrar náttúru, hafa börn snjólandanna
fæðst og þroskast í alda raðir.
Framhald.
Lauslega þýíi úr Free Press, af A. S. Bardal.
Maðurinn var ekkert nema skinn og bein. Hann hafði
kvalist meir en orð fá lýst. Hann bar áverka á andlitinu,
og var svo hás að mál hans skildist naumast. Hann hafði
séð ógnir stríðsins — og vottað kvalafullan dauða — en
lifað þó — til að geta sagt söguna. Ef til vill gat hann
betur en nokkur annar maður skýrt þjóð sinni — Banda-
ríkjamönnum — frá því hvað það þýðir að vera í ófriði.
Maðurinn var Eddie Richenbacker. Honum og sex
félögum hans var bjargað úr gúmí-bát þar sem þeir voru
að hrekjast á miðju Suður-Kyrrahafinu 23. nóvember 1942.
Nokkru síðar sagði hann sögu sína í Washington D. C.
Viðstaddir voru Simson ríkisritari, og stór hópur blaða-
manna. Sagan er í stuttu máli á þessa leið:
Um miðnætti 21. október lögðum við af stað. Flugvélin
hafði verið undirbúin sérstaklega fyrir þessa ferð. 1 henni
voru auk mín Frankly og Humbly og sjö herforingjar. Leiðin
lá um suðurhluta Kyrrahafsins. Næsta morgun bilaði átta-
vitinn og var gagnslaus með öllu. Skömmu síðar biluðu
útvarpstækin. Benzínið þraut og við urðum að nauðlenda
á sjónum; við skiftum okkur í þrjá gúmí-báta, sem voru í
flugvélinni. Bar okkur víða um hafið og vorum við algjör-
lega hjálparvana. Við höfðum bænastundur kvölds og
morgna. Við báðum Guð að bjarga okkur, og við báðum
hann að gefa okkur mat. Um leið og Eddie kapteinn sagði
þetta, skaut hann hornauga til blaðamannanna og sagði í
lágum róm: Ef eg hefði ekki sjö vitni mundi eg ekki þora
að segja þetta, því það mundi verða skoðað sem fjarstæða.
En innan klukkustundar frá því að við báðum Guð að
gefa okkur mat, kom máfur og settist á höfuðið á mér.
Eg náði honum og við borðuðum hann hráann. Innýflin
tókum við og notuðum fyrir beitu, og veiddum þannig tvo
fiska, sem við lögðum okkur einnig til munns eins og þeir
komu úr sjónum.