Sameiningin - 01.03.1943, Side 15
45
Kapteinn Richenbacker sagði frá liðþjálfa — sargent —
tuttugu og tveggja ára gömlum, þeim eina af hópnum, sem
dó. Hann hafði drukkið sjó, þegar báturinn, sem. hann var
í steyptist um. Og svo drakk hann sjó aftur síðar, og það
reið honum að fullu. Eddie starði þungbúinn á borðið fyrir
framan sig, er hann mintist þessara ömurlegu stunda. Á
elleftu nóttu var þessi ungi maður lángt leiddur. Sjórinn
gekk yfir bátinn. Eg hafði haldið piltinum upp að brjósti
mínu í tvær nætur, og reynt að hlynna að honum og
halda honum heitum með því að gefa honum nokkuð af
mínum líkamshita. Kl. þrjú um nóttina heyrði eg síðustu
andvörp hans. Við báðum enn að morgni þess dags. Og
hjálpin kom. Sjö manna flugvél hafði loks fundið okkur.
Svo hófst ferðin heim á leið.
; Úr nýárserindi William Temple, erkibiskups
1 í Newcastle
Samtíðarkristnin á fáa atkvæðamenn, sem eru jafnokar
dr. William Temple erkibiskups ensku kirkjunnar. Tignar-
staðan hefir hefir hann ekki, en hann hefir stöðuna. Fram-
sækinn og djarfur stendur hann í broddi fylkingar ekki
einvörðungu enskrar kristni, heldur gjörvallrar kristinnar
kirkju. Þegar hann talar er auðheyrt að honum liggur á
hjarta velferð allrar kristninnar og um leið velferð allra
manna. Yfirburðir hans og staða veita honum áheyrn
framyfir flesta aðra kristna leiðtoga. Eftirfylgjandi orð
hans eru tilfærð úr erindi á nýárinu síðasta:
“Vér leggjum inn á leið ársins nýja með háum vonum,
en það veitir ekkert tóm til sjálfsánægju eða að liggja á
liði sínu. Það er enn þörf á allri einbeitni vorri og krafti,
og ef til vill einnig á allri vorri þolni. Þó höfum vér gilda
ástæðu til að trúa að nú stefni oss í vil, og vér ættum að
kanna getu vora og krýna sigurvinning stríðsins -með rétt-
látum og traustum friði. Sigur reynir mjög ákveðið á
siðferðiskend þjóðarinnar. Þá má ekki liggja á liði sínu
fremur en nú. Feikna ábyrgð og skylda hvílir á oss. Vér
þörfnumst festu og sjálfsaga til að gera því skil.
Umfram alt þörfnumst vér að átta oss á að hverju
ber að stefna, og í þessu efni ætti kristið almenningsálit
að vera vel upplýst og vakandi. Einnig að láta til sín
heyra. Kristindómurinn segir oss ekki hvernig vér getum