Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 8
154 þau heldur ennþá getað sagt með vissu hvaðan hið fyrsta líf kom eða hvernig það varð til. Um tíma leit og út fyrir að þau ætluðu að sanna mönnum á sinn vísindalega hátt, að eng- inn Guð væri til, en það fór einhvern veginn í handaskolum. Eg vona að enginn dragi þá ályktun af orðum mínum, að eg vilji gjöra lítið úr vísindunum. Þau hafa án efa fært okkur aukna þelckingu á tilverunni og aukin þægindi. En þau geta líka verið misbrúkuð. Mörgum vísindamönnum hættir við að gleyma sér i frumögnum og frumagnahópum og tapa sér í óendanleika alheimsins. Vísindin geta gert menn tortryggna á alt nema hið áþreifanlega. í sumra augum verð- ur sálin þessvegna að fánýtum draum. Þó sýnist nú sem að þessi alda sé að þverra. Eins og vísindin, hai'a vélarnar farið sigurför um heim- inn. Menning vor er kend við þær og kölluð vélamenning. Þær eru eins og vísindin, rétt brúkaðar, hlessun fyrir mann- kynið. En mishrúkaðar mesta bölvun. Þegar maðurinn er orðinn að þræli vélarinnar er úti um sál hans. Trúin á vél- ina er hætta vorra tíma. Kirkjan getur orðið að vél, að reglubundnu skipulagi af kvenfélögum, ungmennafélögum, framkvæmdarfélögum, félögum til hjálpar bágstöddum (charity organizations) o. s. frv., öll góð á sínu sviði. Aðal takmark hennar getur gleymst í þessu ytra skipulagi, áherzlan lögð á það, en ekki anda og kenningu Krists. Hún getur gleymt köllun sinni að leiða menn til Krists í því að hugsa algjörlega um tímanlegar þarfir mannanna, þá er hætt við að illa fari og að áhuginn dofni. Þetta er hættan, sem umkring- ir allar kirkjur mótmælenda í dag. Unglingar, á hvaða tímum, sem er, hljóta að mótast af andlegu andrúmslofti þeirra tíma. Hræddur er eg um að hið andlega andrúmsloft í dag sé einkent af efagirni og skyn- semistrú. Skólarnir í dag leggja mikla áherzlu á hið áþreif- anlega og á vísindin. Þeir kenna ekki börnum þeim, sem á þá ganga að hugsa íyrir sig sjálf. Alt er lagt upp i hendurnar á þeim. Þau gagnskoða og rannsaka ekkert sjálf. Það litla sem al' því er gert gera kennararnir fyrir þau. Skólar vorir forðast ÖIl hugmyndakerfi (abstractions) Alt annað en það, sem tilheyrir veruleikanum er álitið gagnslaust. Unglingur- inn, þegar hann hefir lokið miðskólaprófi, veit ekki hver afstaða hans er til ríkisins, hvað þá heldur lil alheimsins. Hann hefir aldrei þurft að hugsa um slíkt. Svona má ekki halda áfram el' íbúar j)essa meginlands eiga ekki að líða and-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.