Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 16
162
“musterið” mikla, sem vígt var árið 1923. Sagt er að sam-
skotin þar hal'i numið miljón dollars á þrem árum. “Systir”
McPherson hað um sérstakt “kærleiksoffur” einu sinni á
mánuði, og komu þá stundum saman tíu þúsund dollars á
einum sunnudegi.
Nú var frúin á hátindi gæfunnar; hún hafði komist til
auðs og metorða. Tiltæki hennar höl'ðu verið nokkuð an-
kannaleg, sum, en varla til stórskaða. En þá fór að hrvdda
á ýmsu óheppilegu—svo að ekki sé meira sagt. Útvarpsstjóri
“musterisins,” Kenneth G. Ormiston, hafði reynst henni nýt-
ur þegn og samvinnuþýður; og tókst með þeim vinfengi gott;
en það hneykslaði suma, og þar á meðal konu Ormistons, sem
hótaði að sækja um skilnað og nefna “systur Aimée” til þeirra
saka.
Hér var komið í vangæft efni: ágætt fyrir blöðin, en ekki
sem hollast fyrir frúna. Hún gat ekki tekið af skarið á sama
hátt og leikkona í Hollywood mundi hafa gjört; til þess var
siðakenningin of ströng, sem hún flutti. Þó sleit hún ekki
af sér kunningsskapinn við Ormiston. En hún tók til þess
ráðs, í bráðina, að hverfa burt frá öllu sainan og ferðast um
Gyðingaland og Norðurálfu. Það var veturinn 1926.
En sami vandinn beið hennar heima fyrir þegar hún
kom aftur um vorið. Ormiston var þar, og grunsemdin eins
og áður—og blaðamenn, sólgnir í feitar fréttir. Þá kom það
fyrir, sem sögulegast hefir orðið í öllum ferli frúarinnar.
Átjánda maí fór hún niður á strönd til að baða sig, veður út i
sjóinn, og kom ekki til lands aftur, svo að menn vissu.
Hugðu flestir að hún hefði drulcnað, en Itkið fanst ekki.
Blöðin héldu lesendum sínum milli vonar og ótta um afdrif
hennar í heilan mánuð. Móðir hennar misti alla von. Harm-
urinn var átakanlegur í “musteris”-liðinu. Eg ætla að fara
á eftir henni systur,” sagði ungur lærisveinn hennar, steypti
sér í sjóinn og druknaði. Ormiston var í hurtu, þegar þetta
kom fyrir, og höfðu sumir orð á því. En hann kom til horg-
arinnar 27. maí og hvarf svo aftur.—
En svo, þegar öll von var úti, kemur frúin í leitirnar alt
í einu, 23. júní. Hún hnígur í ómegin við þröskuldinn á fjár-
mannskofa austur í óbygðum Arizonaríkis, suður undir
Mexico. lvvaðst hún hafa verið numin burt af óliótamönnum
og höfð í haldi allan þennan tíma; loksins hefði hún sloppið
út um glugga og gengið tuttugu mílur yfir eyðisanda norður
til Arizona. Ekki sá þó á kjól hennar eða skóm, eftir alla þá