Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 13
159 gæðis, eða öðru slíku, sem orðið hafi nafni hennar til veg- semdar út á meðal almennings. Hún hefir komið sér upp miklu og glæsilegu “musteri” vestur í Los Angeles, og hópað að sér fjölda manns í þeirri borg og víðar; en hver sá kraftur hafi verið, sem þessu kom til leiðar, það verður alls ekki ráðið af blaðafréttunum; enda eru þær sjaldan af þeirri tegund, sem teíja megi kristnum leiðtoga til mikillar sæmdar. Það er auðfundið, að frú McPherson er gædd alveg frá- bærri leikaragáfu; hún hefir sérstakt lag á að láta taka eftir sér. En hvað það er, sem vekur eftirtektina, virðist hún ekki láta sig miklu skifta. Hún er að sumu leyti líkari circus- kónginum Phineas T. Barnum, heklur en Moody trúboða. ÖII blaðafregna-syrpan ber vott um það. Það er eins og frúnni leggist alt af eitthvað til, þegar landslýðurinn er í þann veginn að gleyma henni. Hún missir heilsuna, hverfur úr mannabygðum, kemst í saupsætti við skyldfólk eða sam- verkamenn, ratar í trúlofunar-giftingar—eða skilnaðar-æfin- týri, stendur í málaferlum ýmist sem verjandi eða sækjandi, og verður af þeim sökum nafnkunn um alt iandið hvað eftir annað. Leiklistin er bersýnileg alstaðar í guðsþjónustum og gjörvöllu starfi l'rúarinnar; og munu áhrif hennar og manna- forráð vera þaðan runnin að rniklu Ieyli. Andlegu samkom- urnar, sem hún stýrír í “musteri” sínu þar í Los Angeles, eru, eftir því sem kunnugir segja, næsta ólíkar venjulegri messu- gjörð. Meginsalur musterisins—hún kallar það Fonr Square Gospel Temple—rúmar þúsundir manna, og er venjulega vel skipaður áheyrendum áður en athöfnin byrjar. Þar er þver- pallur fyrir gafli, líkur leiksviði, alsettur sjónleika-útbúnaði fjölbreyttum. Hljóðaukar bera frásögn eða hljóm af allri athöfninni út á meðal almennings í gegnum víðvarpið, sem tilheyrir þessu musteri. Neðan við þverpallinn situr hljóð- færasveitin, þrjátíu manns; en í sjálfum söngflokkinum eru tvö hundruð, og hafa sæti uppi á leiksviðinu. Húsþjóna- hersing fer ineð bekkjum, fram og aftur um salinn til að byrja með, og selur blöðin tvö, sem frúin gefur út; mánaðar- ritið Bridal Call og vikuhlaðið Four-Square Crusade. Þar er engin stund látin ónotuð. Hljóðfærasveitin leikur nú inngangs-lag, og í því bili gengur frúin inn eftir miðju gólfi. Hún er í síðum kjól, drif- hvítum, og þar utan yfir i óhneptri kápu blárri, sem lögð er yfir herðarnar og nemur við gólf. Iiárið er Ijósgult (það var rauð-jarpt áður), og “gjört upp” af mikilli snild. Frúin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.