Sameiningin - 01.08.1933, Blaðsíða 15
1G1
kristindóms á eigin býti; og hélzt sú samvinna í mörg ár, í
fátækt fyrst og alls konar erfiðleikum, og síðar við auð og
metorð—en þá fór líka samkomulagið út um þúfur. Frú
Kennedy var stjórnsöm og hyggin ineð afbrigðum; enda hefir
dóttir hennar komist í fjárhagsvandræði hvað eftir annað,
þrátt fyrir geisimiklar tekjur, síðan þær slitu félagsskapinn.
Snemma á árum þessmn giftist Aimée í annað sinn og
gekk að eiga matvörusala, Harold McPherson að nafni. Eign-
uðust þau son, sem Rolf heitir. Hjónaband þeirra varð enda-
slept. McPherson fékk skilnað frá lconu sinni árið 1921 og
gaf henni það að sök, að hún hefði hlaupist í burt frá sér.
Mæðgurnar unnu saman lengi vel við lítið fararefni. Loks-
ins komust þær yfir tjald og bifreið og fóru víða um austur-
hluta landsins, þangað til árið 1918, að þær óku þvert yfir
álfuna vestur til Los Angeles. Þar varð frú McPherson fvrst
fyrir því láni, að tilþrif hennar “komust i blöðin” fyrir
alvöru. Hún haí'ði leigt illræmdan slagsmálasal fyrir trú-
vakningarfundi sína; síðan auglýsti hún samkomurnar með
því að strá fundarboðum úr flugvél út yfir borgina; en til-
tækið þótti sæta tíðindum og var básúnað í fréttablöðum um
alt landið. Björninn var unninn. Hún fékk undir eins mikla
aðsókn. Og eftir það hélt hún því áfram um hríð, að boða
til trúvakningar í reykingaskálum eða launknæpum, eða
“hvar sem djöfulinn væri heima að hitta.” Blöðin þögðu
ekki yfir þeirri nýlundu, og vegur frúarinnar fór sívaxandi.
Hún hafði nú komist á snoðir um tvo hluti merkilega:
fyrst um þann kynja-kraft, sem getur Jegið í framsíðu-frétt-
um stórhlaðanna; og hitt annað, að andlegu málin tolla mjög
sjaldan í því öndvegi, nema þau verði sett í samband við
eitthvað, sem óandlegt er og fremur kyndugt. Um það skal
ekki dæmt hér, að hve miklu ieyti hún hafi vísvitandi notað
sér þessa lærdóma síðan í starfi sínu. En það er auðsætt, að
hún hefir haft not af þeim hlutum, ekki svo lítil, á ferli sín-
um til upphafningar—eða ófrægðar.
Annað lagði hún þó greinilega fyrir sig. Það var að
örfa gjafmildi fólksins á fundum sínum með ýmsu móti.
Snemma hað hún um heimili fyrir sig og hörnin og móður
sina, í Los Angeles. Ekki stóð á því; hún fékk húsið með
öllum biinaði, og tvær lóðir verðmætar að auki. Eftir það
fann hún upp á margs konar snjallræðum tit að auka
“offrið.” Hafði jiað góðan árangur; fylgi hennar óx unn-
vörpum og tekjurnar um leið. Þá var ráðist í að reisa