Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1933, Page 12

Sameiningin - 01.09.1933, Page 12
174 Kommúnisminn Ritlingur, sem nefnist I. Rit: Rauði dauðinn—Sannleik- urinn um kommúnismann, prentaSur í Reykjavík snemma á þessu ári, hefir verið sendur Sameiningunni til umgetning- ar. Ritin eiga að verða fleiri um sama efni, eins og heitið ber með sér. Höfundar er ekld getið eða útgefenda, en for- málann skrifar Gísli Sigurbjörnsson, og mun bæklingurinn sjálfur vera frá hans hendi. Efni ritsins er skorinorð sókn á hendur þessari byltinga- stefnu, kommúnismanum, sem á síðari árum hefir náð tals- verðu l'ylgi á islandi. Segir þar fyrst frá rótum stefnunnar og einkennum. Þá er Iýsing á aðförum hennar í Rússaveldi, ófrelsinu, sem hún hefir getið af sér þar, rangsle.itni hennar og kúgun allri. Síðan lýsir ritið hættu þeirri, sem kristin- dóminum og kristinni menningu yfirleitt stafar af þessum vogesti; og bendir á það, eins og rétt er, að heimsmenningu vorra tíma sé mjög ábótavant, hún þjáist af mörgum mein- semdum, “sem kommúnistar fóðri og fiti kenningar sínar á.” Þessi mein — vantrúna, spillinguna í fjármálum og stjórnmálum, léttúðina, siðleysið og önnur slík—þurfi heil- brigðu menningaröflin að beita sér við og yfirvinna, til að tryggja vörnina gegn kommúnistum og stefnu þeirra. Upplýsingin, sem gefin er í riti þessu um kommúnism- ann, mun vera rétt og sönn í öllum aðalatriðum, þó höfund- urinn sé helzt til óspar á lýsingarorðin. Sameiningin hefir sagt ofurlítið um þessa byltingarstefnu áður og bent á suin af þeim atriðum, sem ritið fjallar um. Hér er hætta, sem ekki má þegja j7fir. Satt er það, að rithöfundum, sem hafa ferðast um kommúnista veldið rússneska og lýst ástandinu þar, her mjög illa saman í ýmsum atriðum. Lýsingin íer nokkuð eftir skoðanahneigð og hugarfari höfundanna. Sumir telja á- standið óþolandi með öllu. Aðrir hæla lilþrifum soviet- stjórnarinnar og fullyrða, að alþýðunni líði miklu betur nú, heldur en á dögum einveldisins—það var þá líka hægt við að jafnast. En eitt játa sjálfir meðmælendur, með þögninni, ef ekki ineð herum orðum: Kommúnistar berjast af alefli við að bola öllu sönnu frelsi burt úr ríkjum sínum. Pólitískt frelsi er ekkert undir þeirra stjórn og hefir aldrei verið. Þar fær enginn að greiða atkvæði, eða segja nokkuð um stjórn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.