Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1933, Side 13

Sameiningin - 01.09.1933, Side 13
175 mál, nema kommúnistar. Hinir mega þakka fyrir, ei' þeir fá að lifa. Blöðin eru múlbundin, birta ekkert, nema það sem stjórnin leyfir þeim. Guðstrú er ekki leyfð; hún er liðin hjá fullorðnum, en börnum má ekki kenna neitt annað í trúarefnum en guðleysið, sem slcólar kommúnista eru látn- ir innræta þeim. Enginn maður er í góðu gengi hjá komm- únistum þar, nema hann afneiti allri trú. Sé einhver snefill af andlegu frelsi eftir í ríkjum þessara manna á Rússlandi, þá er það ekki þeirra dygð að þakka. Þeir hafa sannarlega gjört alt sem þeir gátu, til að innræta öllum sínum þegnum sama guðleysið, sama hatrið, sömu efnishyggjuna. Og þó þeim tækist að fæða þessar miljónir ofurlítið hetur eða útvega þeim skárri klæði—sem ósannað er—hvað væri það á móti t jóninu. Sameignarhugsjónin er í insta eðli sínu fögur og kristi- leg'. Einstöku smáum hópum manna hefir tekist um stundar sakir að lifa nálægt þeirri hugsjón. En það hefir aldrei tek- ist verulega vel, nema þessir smáu flokkar hafi verið á valdi barnslegrar kristinnar trúar. Og reynslan i þeim litlu trúuðu mannfélögum hefir alt af verið hin sama. Meðan trúin var hrein og barnsleg, og heimshyggjan náði sér ekki niðri, gelck alt vel. En undir eins og þetta lífsafl trúarinnar veiktist ofur- lítið, við það, til dæmis, að ný kynslóð kom til sög'unnar, þá fór sameignar-tilraunin út um þúfur. Svo var um frum- söfnuðinn í Jerúsalem, sem fyrst á árum fór spölkorn í þessa átt; og eins hefir farið fyrir smáhópum kristnum hér i Ame- ríku; ef ætluðu sér að hafa allar eignir i samlögum. Sé þetta rétt athugað, þá er auðsætt, að heiðinn komm- únismi getur aldrei þrifist, nema við lcúgun og harðneskju. Til þess að menn af frjálsum vilja lifi við sameignar-skipu- lagið, þurfa þeir að vera framúrskarandi vel kristnir, kær- leiksríkir og hjartahreinir. Kommúnisminn sem fyrirlýtur þessar dygðir, verður því að grípa til harðstjórnarinnar, eða fórna sameignar-hugmyndinni að öðrum kosti. Vatnabygðir Eins og kirkjuþingstíðindin bera með sér var því ráð- stafað á síðasta kirkjuþingi að forseti skyldi verja sex vikna tíma í Vatnabygðunum í Saskatchewan á þessu sumri. Þess- ari ráðstöfun var framfylgt. Sunnudaginn 1. júlí flutti eg

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.