Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1933, Side 16

Sameiningin - 01.09.1933, Side 16
178 efnilegasta æskulýð. Spáir slíkur æskulýður góðu um fram- tíðina. Þar eins og annarsstaðar hefir kreppan dregið úr mörgu á síðustu árum, en mér fanst hugur fólksins óhugaður og framtiðin blasa við því hjartari en víða annarsstaðar um þessar mundir. Alúðarþakkir vil eg tjá söfnuðum og einstaldingum fyrir ágætar viðtökur og ánægjulega samvinnu. K. K. ó. Samband kirkjufélagsins við önnur útlend kirkjufélög Fyrir hönd þingnefndar i því máli lagði Gamalíel Thor- leifsson fram þetta nefndarálit: í kirkjuþingi í Minneota árið 1930, og fram á þenna dag, hefir kirkjufélagið haft með höndum málel'ni, sem í upp- hafi var orðað: samband kirkjufélagsins við önnur lútersk kirkjufélög. Á síðari tínnim hal'a umræður og athafnir aðal- lega horfið að sambandi við United Lutheran Church in America. Brátt kom í ljós að menn greindi mjög á, hvort ráðlegt væri og heppilegt að festa það samband. í liðinni tíð, hafa bæði fylgjendur málsins og andstÖðuflokkurinn, lagt fyrir almenning nytsemi þess og afföll, vinninga þess og töp, bæði á þingum og í opinberum blöðum, og eftir vorum skilningi, mjög rækilega. Meðhald og mótstaða virðist ekki enn að hafa færst saman, og veldur þar hvorttveggja, að í meðferð málsins, og i hugum margra, verður það hæði tilfinningamál og þjóð- ernismál. Þannig stóðu sakir, þegar samþykt var á þinginu að taka prófsatkvæði um málið. Með því eina móti var komist sem næst ábyggilegri vissu hvernig hugur og vilji allra þingfull- trúa stæði. Við atkvæðagreiðslu kom í ljós nokkuð öflugur meiri- hluti, sem var mótfallinn sambandinu, eða noklcuru í þá átt á yfirstandandi tímum, og bendir það til þess, að óþarft sé og óheppilegt að halda því við á dagskrá kirkjuþinga að minsta kosti í nálægri framtíð, og vonast nefndin eftir, að hafa þar til stuðnings bestu manna yfirsýn.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.