Sameiningin - 01.09.1933, Side 17
179
Nefndin getur ekki gengið frá máli þessu án þess að
viðurkenna þakklæti kirkjufélagsins fyrir það bróðurþel,
sem hið virðulega kirkjufélag United Lutheran Church in
America, hefir ávalt sýnt félagi voru, og þann styrk, sem það
hefir veitt stofnunum vorum í liðinni tíð. Vér vonum að
það vinsamlega samband haldist.
Ræður nefndin nú til, að þetta sambandsmál sé tekið út
af dagskrá þingsins, og því frestað um óákveðinn tíma.
Á kirkjuþingi að Baldur, 26. júní 1933.
G. Thorleifsson,
K. Valdimar Björnson,
C. B. Jónsson,
S. E. Jóhannson,
Árni Eggertson.
(Með því að þetta nefndarálit er niðurstaða kirkjuþings-
ins í miklu vandamáli, þykir tilhlýðilegt að það hirtist hér
sérstalct í “Sam.” og veki þá eftirtekt, sem það verðskuldar.—
K. K. ó.)
Dr. Björn B. Jónsson kominn heim
Fagnaðarefni er það hinum mörgu vinuin Dr. Björns,
hve vel honum og konu hans gaf á ferðalagi þeirra lil ætt-
jarðarinnar á nýliðnu sumri og að þau eru nú lcomin heim
aftur með endurnýjaða krafta til ástvina og safnaðar. Það
var mjög viðeigandi og fagurt af Fyrsta lúterska söfnuði að
minnast fjörutíu ára prestskapar afmælis Dr. Björns með
því að gefa honum frí til þessarar ferðar, og mun fara með
það góðverk eins og venjulega á sér stað, að það mun færa
hlessun þeim er yntu það af hendi, ekki síður en þeim sem
nutu. Ferðalagið hefir verið þessum mikilhæl'u hjónum
bæði unun og uppbygging, sem þau aftur miðla í ríkum mæli
i starfi sínu og samhúð hér við söfnuð og samverkamenn.
Alt ferðalag hefir örfandi áhrif, en ferð tit íslands að minsta
kosti fvrir þá sem af íslenzku bergi eru hrotnir, finst mér að
taki öllu ferðalagi fram. Er það mikill gróði vestur-íslenzku
þjóðlífi hve margir héðan geta heiinsótt ættjörðina þannig,
ekki sízt þegar áhrifamenn eiga hlut að máli. Bíður Samein-
ingin þau hjónin hjartanlega velkomin heim aftur og hugsar
gott til þess gróða, er för þeirra muni færa oss.
K. K. ó.