Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 4
150 hefir nú skilað áliti sínu. Þar sem nefndin kemur fram með svo róttækar breytingar á skipun prestakalla, þó því íylgi þau ummæli að það ekki sé í fjandsamlegum tilgangi við kirlcjuna, var eðlilegt að það vekti ekki litlar við- sjár meðal þeirra, er láta sér ant um málefni kristindómsins. Kom fram algerlega einhuga álit l'undarins gegn því að fækka prestum úr því sem nú er, þó til greina geti komið ýmsar breytingar á sóknum eftir því sem ástæður gera nauðsynlegt. Aðal erindin í þessu máli fluttu þeir Gísli Sveinsson sýslu- maður og séra Friðrilc Rafnar. Annað höfuðmál fundarins var samtök og samvinna að kristindómsmálum. Reifðu það mál þeir séra Ásmundur Guðmundsson og ólafur R. Rjörnsson, en um það einnig urðu fjörmiklar umræður. Merkur liður í þessu máli var erindi Valdimars Snævars um safnaðarfræðslu. Er hér vikið að afar þýðingarmiklu menningarstarfi, sem frjáls't og ólög- bundið getur farið fram innan vébanda kirkjunnar, til að beina huga fólksins meðal annars að viðfangsefnum samtíð- arinnar og styðja að því að menn hugsi fast og vel um úrlausn þeirra á kristilegum grundvelli. Er hér að ræða um atriði, sem ekki á síður erindi til vor hér á vesturslóðum en til kirkj- unnar á íslandi. Kirkjan leysir eltki af hendi leiðsögn sína réttilega með því að sneyða hjá öllu slíku, heldur með því að átta sig á að engin mannleg velferðamál eru henni óvið- komandi. Auk þessara aðalmála voru gerðar samþyktir að skora á presta landsins að vinna að bindindisstarfsemi í sóknum sín- um, að fyllri kröfur séu gerðar til mentunar kirkjuorgan- leikara, að prestar skipi sem víðast formannssæti í skóla- nefndum og hafi eftirlit með kristindómsfræðslunni, að stjórn og alþingi sé hvött til að reisa hæli til hjálpar og við- reisnar ofdrykkjumönnum o. fl. Ekki sízt vekur þó athygli tillaga, er borin var fram af fulltrúum fyrir Fríkirkjusöfnuð- inn í Reykjavík að fundurinn telji “óhæfilegt að aðrir en þeir, sem hafa kristilega lífsskoðun, gegni barnakennara eða preststörfum, og heitir á söfnuði landsins að þola elcki slíkt hjá sér.” Að ástæða þótti til þess að samþykkja slíka tillögu, sem brýnir það að þola ekki presta án kristilegrar lífsskoð- unar, verður torskilið þeim, sem ekki eru nægilega kunnugir. Frásagan um þennan kirkjufund vekur hjá manni með- vitund um að ekki aðeins hafi hann fjallað um mikilsvarð- andi mál og borið vott um áhuga, heldur líka verið talandi tákn ákveðinna kristilegra hugsjóna og ræktarsemi. Prédik-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.