Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1935, Page 5

Sameiningin - 01.10.1935, Page 5
151 un séra Eiríks Brynjólfssonar við fundarsetninguna, “Eg fyrirverð raig ekki fyrir fagnaðarerindið,” er svo hrein og hispurslaus hoðun þess hjálpræðis, sem einungis fæst fyrir Jesúm Krist, að ekki er um að villast að þar talar trúar- reynsla, sem þreifað hefir á veruleilcanum. Fundur, sem hófst með slíkri prédikun og lauk með því að margir fundar- menn voru til altaris í dómkirkjunni, var luktur innan sviga lifandi trúrækni. En framtíð kirkju íslands, eins og allrar kristni, er ekki lítið undir því komin að hjartfólgin trúar- reynsla í samfélagi við Kjrist liggi til grundvallar samfara auðmjúkri rækt við helgidóma trúarinnar. Prestastefnan var' haldin dagana strax á eftir kirkju- fundinum frá 26.—28. júní. Var það fjölmennasta presta- stefnan, sem haldin hefir verið síðustu áratugi. Sátu stefn- una 64 prestvígðir menn og auk þess fjórir óvígðir guðfræð- ingar. — Fundurinn hófst með guðsþjónustu og altarisgöngu í Dómkirkjunni. Scra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, er átti 25 ára prestskaparafmæli dag þann er stefnan hófst, flutti prédikun, en séra Friðrik Rafnar þjónaði fyrir altari. Stefnan tók í sama strenginn hvað skipun prestakalla snertir og kirkjufundurinn og var ákveðið á móti fækkun presta og prestakalla landsins. Gerði aðrar álcveðnar sam- þyktir aðlútandi skipun prestakalla. Mannúðarmál og líkn- armál voru ofarlega á dagsskrá, einkum hvað snerti barna- heimili bæði fyrir munaðarlaus börn og vangæf. Þá einnig áskorun í sambandi við að koma á drykkjumannahæli. Mælt með kirkjulestrarsamkomum að presti fjarverandi. Athugað og rætt hvernig útvarps-guðsþjónustur mættu verða að mestu liði. Það nýmæli afgreitt að mæla með því að prestar helgi kristniboðsmálinu a. m. k. eina guðsþjónustu á ári og ráð gert fyrir að þá sé safnað fé til kristniboðs. Markverð erindi voru flutt, þar á meðal eitt í útvarpið, “Kristur og þjóðlífið,” fíutt af séra Ásmundi Guðmundssyni.— j{ j{ q Kriálnihald í bygðum íslendinga Það hlutverk hefir kirkjufélag vort sett sér frá upphafi að vekja og efla kristnihald í bygðum íslendinga í Ameríku eftir því sem geta þess frekast leyfir. Samband safnaðanna innan Kirkjufélagsins vekur heildartilfinningu og ætti að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.