Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1935, Page 6

Sameiningin - 01.10.1935, Page 6
152 uppörf'a hverja einstaka starfsheild til síns sérstaka hlut- verks heimafyrir, auk þess að beina athygli og áhuga að hinu sameiginlegu starfi. Félagsskapur vor er að ná takmarki sínu alt eftir því hve lífrænt kristnihald er rækt hjá hinum starf- andi söfnuðum þess, og eftir því hvernig því tekst að styðja að lífrænu kristnihaldi í bygðuin þeim, sem útbreiðslustarf- semi þess nær til. Einmitt nú þegar allur félagsskapur á í vök að verjast vegna þess hve þröngar eru ástæður fólks í efnalegu titliti, ríður á því að menn séu sem samhentastir í því að efla megin- atriði starfseminnar. Heyrir þar til fyrst og fremst að efla í hverjum söfnuði samfélag meðlimanna um fagnaðarerindið, hið sameiginlega trúarlíf, hugsjónir og starf. Að því þurfa og eiga guðsþjónustur og aðrar samkomur safnaðanna að miða. Líka viðleitni allra í daglegri umgengni og áhrifum innbyrðis. Reynslan sýnir að þar sem þessi hlið kristnihalds er rækt í heilbrigðum anda, rætist furðanlega úr með þau málefni sem verið er að fást við. Því ber oss nú og ætíð að leggja oss fram til að efla kristilegt samfélag fólks vors, til aukinnar þekkingar, aukins áhuga fyrir andlegum verðmæt- um, aukinnar ræktarsemi við heilbrigt trúarlíf og víðfermari kærleika til alls kristilegs. Að þessu hefir heimatrúboðsstarfsemi vor viljað miða, hvað þau svið snertir meðal fólks vors, sem ekki njóta fastr- ar prestsþjónustu. Og eg get vitnað um það af eigin reynslu, að það starf nýtur mikilla vinsælda hjá mörgum þeirn bygð- um, er þess hafa notið. Þær meta hjálparhug Kirkjufélags- ins, og sá litli styrkur er það hefir lagt til hefir víða leitt til þess að koma af stað sjálfstæðri starfsemi heimafyrir. Ein- mitt vegna þess hefir Kirkjufélagið ætíð skoðað þetta starf sem undirstöðuþáttinn í allri sinni vileitni. Hvert kirkju- þing af öðru hefir ítrekað það og lagt embættismönnum sín- um og starfsmönnum á herðar að gera í þessu efni það, sem starfskraftar og efni framast leyfðu. Þessi skylda var einnig lögð á herðar framlcvæmdar- nefndinni á síðasta kirkjuþingi. Hún hefir starfið til um- sjónar og rækir það eftir föngum. En einn þáttur þess er að snúa sér til safnaðanna, félaga innan þeirra vébanda og allra kristindómsvina fjær og nær og minna þá á að starfið er að öllu leyti undir því komið að það eigi öruggan bakhjarl í hverjum söfnuði og njóti þaðan stuðnings, velvildar og fjár- hagslegs styrks eftir því sem ástæður frekast leyfa. Fram- kvæmdarnefndinni er vel kunnugt um erfiðar ástæður fólks

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.