Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1935, Page 8

Sameiningin - 01.10.1935, Page 8
154 skemtun væri hampað í leikhúsum iðulega. En leikurinn Green Pastures hefir ekki aðeins sloppið hjá þeirri hættu; hann er að dómi mætra manna frábært listaverk, og jafnvel talinn með hinu allra fegursta, sem nokkurn tíma hefir verið sýnt á leiksviði hér í Ameríku. Líldegt er þó, að hann hefði hlotið alt annan orðstir, ef Harrison hefði ekki farið eins ó- trúlega vel með sitt hlutverk eins og hann gjörði. Leikritið á uppruna sinn að rekja til smásögusafns eftir þjóðfrægan höfund, Roark Bradford. Sú bók var kölluð á Svertingja-ensku 01’ Man Adam an’ his Ghillun (“Adam gamli og börnin hans”). Voru það sögur af blökkumönnum í bómullar-belti Suðurríkjanna, fullar af hugmyndum þess fólks um hetjur og viðburði gamla testamentisins. Sögurn- ar þóttu skringilegar, fengu allmikið lof í ritdómum og seld- ust vel um tíma; en þeir voru víst fáir, sem höfðu nokkurt hugboð um að þar væri fólginn vísir til annars meira. Einn af þessum fáu var skopmyndasmiðurinn Rollin Kirby, í New York. Hann las þessar sögur Bradfords með athygli og þóttist sjá þar votta fyrir leiklistarefni fágætu. Hafði hann orð á því við vin sinn Marc Connelly, sem áður hafði fengist við leiksmíði. Connelly tók þessu fremur sein- lega, en Kirby lét sig ekki. “Þú hefir lengi talað um ame- rískan sjónleik af fyrstu stærð” segir hann, “en svo þegar efnið er lagt upp í hendurnar á þér, þá sérðu það ekki. Eg segi þér það satt, að leikurinn mikli, sem þig hefir lengi dreymt um, er falinn á milli spjaldanna í þessari bólt!” Tók nú Connelly að gefa sig meir við hugmyndinni. Hann brá sér suður til New Orleans, hitti þar Roark Brad- ford og fékk hann til að koma sér í kynni við blökkufólkið í þeim héruðum; sótti messur, bænasamkomur og aðra mann- fundi negranna, hlustaði hugfanginn á söngljóðin einkenni- legu, Negro Spirituals; drakk í sig hugmyndaeinkennin og tungutakið og öll svipbrigði þessa mannflokks, og sökti sér jafnframt niður í biblíulestur. Kom þá leikefnið eins og af sjálfu sér: saga biblíunnar, spegluð í hugsun blökkumanns- ins og sögð á hans máli. Á ótrúlega stuttum tíma var Con- nelly búinn að semja leikritið. Var því verki lokið einhvern tíma nálægt miðju sumri 1929. En þá var eftir að koma þessum leilt fyrir almennings- sjónir á leilcsviði. Og það var þyngri þrautin. Leikstjórar könnuðust reyndar við að efnið væri i'ágætt, og býsna vel

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.