Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 12
158 tekið hugarfarsbreytingu og snúið sér til Guðs, þrátt fyrir helfjötra syndarinnar. “Guðs son var gripinn höndum, gefinn svo yrði’ eg frí, hann reyrðist hörðum böndum, hlaut eg miskunn af því; fjötur þungt og fangelsi frekt lá, minn herra, á þér, dauðans og djöfuls helsi duttu því laus af mér.” Ólafur ólafsson. Filippus Melankton Eftir séra S. S. Christopherson. (Niðurlag) Melankton var með afbrigðum gæflyndur og þráði mest að geta komist hjá öllum erjum; vildi hann flest til vinna, að það gæti orðið að sættum milli siðbótarmanna og manna páfans; óttaðist hann að það stæði hætta af því fyrir boðskap Guðs orðs, ef ekki gengi saman. Lúter ritaði honum hréf út af þessu, þar sem hann tekur þetta fram: “Þetta er ekki aðeins okkar málefni, það er málefni Guðs. En sé það einber villa, þá er bezt að það falli og við tökum aftur það sem við höfum sagt um það. Sé það réttmætt fyrir Guði, hver ástæða er þá til þess að van- treysta handleiðslu hans? Hann hefir sagt: Varpa áhyggj- um þínum á Drottin; Hann mun bera umhyggju fyrir þér. (Sálm 55, 23.). Drottinn er nálægur þeim, er hafa sundur- kramið lijarta; þeim, er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann. (Sálm. 34; 19). Er Guð að tala þetta til villidýr- anna eða vindanna? Illir andar geta svift okkur lífi; meir fá þeir ekki gert. Gættu þín fyrir sjálfum þér. Þú ert sjálfum þér hinn skæðasti óvinur; vopnin sem Satan ber á þig hefir þú sjálfur lagt honum í hendur.” En þegar kom til úrslita barát'tu stóð Melanldon fast fyrir. Hann sagði: “Við getum ekki gengið undan merki sannleikans. Við megum ekki reynast honum ótrúir. Við felum Guði málefnið. Ef Guð er með okkur, hver er þá á móti?” Seinna meir ritaði Melanlcton fulltrúa páfa mjög auð- mjúkt bréf, þar sem hann gaf í skyn að lúterstrúarmenn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.